28
2025 October

Hádegistónleikar falla niður

Hádegistónleikar Alto sem vera áttu í Bústaðakirkju miðvikudaginn 29. október nk. falla niður vegna veðurs. Tónleikarnir hefðu verið síðasti dagskrárliðurinn í Bleikum október í Bústaðakirkju að þessu sinni. 

Við þökkum öllu tónlistarfólkinu sitt ómetanlega framlag og einnig öllum tónleikagestum fyrir þátttöku í Bleikum október í Bústaðakirkju, þetta árið.

Verið hjartanlega velkomin til helgihalds og annarrar dagskrár Bústaðakirkju.