06
2025
November
Árleg söfnun fermingarbarna fer fram 6. nóvember 2025
Árleg söfnun fermingarbarna fer fram 6. nóvember 2025
Fermingarbörnin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju munu ganga í hús fimmtudaginn 6. nóvember nk. og safna fé fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Söfnunin mun fara fram á milli kl. 17-20. Um er að ræða árlega söfnun fermingarbarna á landinu öllu til stuðning vatnsverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu. Fermingarbarnasöfnunin er ein af mikilvægustu fjáröflunum Hjálparstarfs kirkjunnar. Einnig er söfnunin tækifæri fyrir fermingarbörnin að fá að láta gott af sér leiða. Við biðjum alla góðfúslega að taka vel á móti fermingarbörnunum og styðja vel við bakið á mikilvægu og faglegu starfi Hjálparstarfs kirkjunnar.