Já, svona er það stundum
Mánudaginn 24. nóvember var líf og fjör í Grensáskirkju, eins og reyndar marga aðra daga. Þann mánudaginn komu hátt í 500 manns í kirkjuna. Fyrst var þar fjölmenn útför og svo hélt kirkjukór Grensáskirkju sína vikulegu æfingu. Að henni lokinni fóru fram tónleikar Suzuki tónlistarskólans, en gaman er að fylgjast með þessum dásamlegu börnum leika á hljóðfærin sín. Hjálparstarf kirkjunnar hélt síðan fund um vonina í einu fundarherberginu og síðan fór fram æfing Óperukórsins um kvöldið.
Svona eru dagarnir stundum í kirkjum Fossvogsprestakalls. Kirkjurnar halda utan um okkur í sorg og gleði og eru vettvangur samfélags.
Við þökkum fyrir samveruna í Grensáskirkju í gær.
Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í helgihaldi Grensáskirkju eða annarri dagskrá kirkjunnar.
Myndin með fréttinni er frá einni fjölskylduguðsþjónustunni sem haldin var í Grensáskirkju fyrir tveimur árum.