24
2025 October

Dýrmæt stund

Í kvöld áttu fermingarbörn og forráðamenn úr Grensássókn og Bústaðasókn saman dýrmæta stund í Bústaðakirkju með prestunum sínum og æskulýðsfulltrúa.
Séra Sigríður Kristín Helgadóttir ræddi um sorg og sorgarviðbrögð af mikilli þekkingu, næmni og nærgætni.
Ketill Ágússon lék á flygil og gítar og flutti frumsamið lag sem hann tileinkaði ömmu sinni sem er fallin frá.

Það ríkti hlý og notaleg stemning í kirkjunni þar sem samvera, samkennd og tónlist runnu saman í dýrmæta kvöldstund.