16
2025
October

Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir
Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir
Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir héldu dásamlega hádegistónleika í Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. október sl. Á dagskrá voru Bítlalög í klassískum búningi ásamt fleiri skemmtilegum lögum.
Séra Sigríður Kristín Helgadóttir annaðist um kynningu og bæn í lok tónleikanna.
Tónleikagestir studdu Ljósið með fjárframlögum og bleikar slaufur Krabbameinsfélagsins voru til sölu.
Andrea Þóra Ásgeirsdóttir kirkjuhaldari og Bryndís Matthíasdóttir kirkjuvörður önnuðust veitingar í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.
Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiddi eldri borgarastarfið í framhaldinu.

Dagskráin framundan
Dagskráin framundan
Dagskráin framundan í Bleikum október í Bústaðakirkju má nálgast hér.