06
2025 November

Trúin flytur fjöll

Þriðja bókin í þríleiknum VONIN akkeri fyrir sálina, KÆRLEIKURINN fellur aldrei úr gildi og TRÚIN flytur fjöll, er komin út. Allar innihalda þær safn af gömlum og nýjum tilvitnunum um trú, von og kærleika. 

Bókin TRÚIN flytur fjöll er safn tilvitnana úr okkar kristnu hefð, ritum Biblíunnar og sálmum sálmabókarinnar. Í bókinni eru einnig tilvitnanir úr ritum annarra trúarbragða sem og bókmenntum og dægurlögum, innlendum og erlendum. 

Höfundur bókarinnar er séra Þorvaldur Víðisson og útgefandi er Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan, sem er til húsa á fyrstu hæðinni í Bústaðakirkju. 

Nánari upplýsingar um bækurnar er að finna á heimasíðu Kirkjuhússins, sjá hér