
Jónas Þórir leiðir Bleikan október í Bústaðakirkju
Bjarni Arason og hljómsveit fylltu Bústaðakirkju á hádegistónleikum miðvikudaginn 22. október sl. Bjarni Sveinbjörnsson lék á bassa, Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar og Jónas Þórir á flygil. Þeir félagar fluttu lög allt frá Elvis Prestley til Jóhanns Helgasonar, sem og Bítlalög, og einnig Júróvisjón lag Bjarna frá í fyrra sem heitir Aðeins lengur.
Yfirskrift Bleiks október að þessu sinni er: Stríð - friður og kærleikur.
Aðgangur er ókeypis að öllum viðburðum í Bleikum október en tekið er við fjárframlögum til Ljóssins. Eins eru bleikar slaufur Krabbameinsfélagsins til sölu.
Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju. Upplýsingar um dagskrána framundan má finna hér fyrir neðan.
Verið hjartanlega velkomin á hádegistónleika í Bústaðakirkju.

Dagskráin framundan
Bleikur október heldur áfram í Bústaðakirkju. Dagskrána má sjá hér til hliðar.