28
2025 October

Viltu láta biðja fyrir þér og þínum?

Fyrirbænastund fer fram í Grensáskirkju í hádeginu alla þriðjudaga kl. 12:00. Stundin hefst á því að Ásta Haraldsdóttur organisti leikur tónlist. Þá leiða prestarnir fyrirbænastundina frá kl. 12:10, þar sem hægt er að óska eftir því að beðið sé sérstaklega fyrir einstaklingum eða tilteknum málefnum. Stundinni lýkur fyrir kl. 12:30, en þá er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimili kirkjunnar, gegn vægu gjaldi. Hægt er að senda prestunum óskir um fyrirbænir eða mæta á staðinn og skrifa bænarefni á þar til gerð bænablöð. Stundin er öllum opin. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í fyrirbænastundunum í Grensáskirkju.