Fjölbreytt dagskrá
Dagskrá Grensáskirkju verður hefðbundin yfir jól og áramót. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér.
Aðfangadagur, 24. desember, kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta á Mörkinni, Suðurlandsbraut. Félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju syngja undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Hólmfríði Ólafsdóttur djákna.
Aðfangadagur, 24. desember, kl. 18. Aftansöngur í Grensáskirkju. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Aðfangadagur, 24. desember, kl. 23:30. Miðnæturmessa á jólanótt. Kórkonur úr Domus Vox syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur við undirleik Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Laufey Brá Jónsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Jóladagur, 25. desember, kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta í Grensáskirkju. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Annar dagur jóla, 26. desember, kl. 14. Jólaguðsþjónusta kirkju heyrnarlausra. Séra Kristín Pálsdóttir þjónar.
Sunnudaginn 28. desember kl. 15, fer fram jólaball safnaðanna í Bústaðakirkju. Dansað verður í kringum jólatréð og fá börn á öllum aldri góðgæti frá jólaveininum.
Gamlársdagur, 31. desember kl. 18. Aftansöngur í Grensáskirkju. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Nýársdagur, 1. janúar 2026 kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta í Grensáskirkju. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Sunnudaginn 4. janúar 2026 kl. 11, fer fram sameiginleg messa safnaðanna í Grensáskirkju. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Þorvaldur Víðisson predikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju yfir hátíðarnar.