Fossvogsprestakall um jól og áramót
Jólin verða hátíðleg í Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í Fossvogsprestakalli.
Aftansöngur verður í báðum kirkjum á aðfangadagskvöld kl. 18 og á jólanótt verður hátíðarguðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 23:30. Hátíðarguðsþjónusta á Mörkinni á aðfangadag kl. 14. Barnastund í Bústaðakirkju á aðfangadag kl. 16.
Á jóladag verður hátíðarguðsþjónusta í Bústaðakirkju kl. 13 og í Grensáskirkju kl. 14.
Kirkja heyrarlausra heldur sína jólamessu í Grensáskirkju á öðrum degi jóla kl. 14.
Þá verður jólaball safnaðanna haldið í Bústaðakirkju sunnudaginn 28. desember kl. 15.
Aftansöngur verður á gamlársdag í báðum kirkjum kl. 18 og hátíðarguðsþjónusta á nýársdag í Bústaðakirkju kl. 13 og í Grensáskirkju kl. 14.
Messa prestakallsins fyrsta sunnudag í nýári fer svo fram í Grensáskirkju sunnudaginn 4. janúar kl. 11.
Nánari upplýsingar um dagskrána verður að finna hér á heimasíðunni undir viðburðum kirknanna.
Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um hátíðarnar.