Inga Sæland, Bjartmar Guðlaugsson og strengjasveit
Aðventuhátíð Grensáskirkju fer fram annan sunnudag í aðventu, 7. desember nk. kl. 17:00. Annar sunnudagur í aðventu er kirkjudagur Grensáskirkju, en kirkjan var vígð þann dag árið 1996.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra mun heiðra okkur með nærveru sinni og flytja hátíðarræðu.
Strengjasveit Suzuki tónlistarskólans mun leika nokkur lög.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista.
Bjartmar Guðlaugsson og María Helena Haraldsdóttir munu syngja.
Fermingarbörn lesa ritningarlestur um ljósið. Jesús sagði: Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.
Arnar Ásmundsson flytur ávarp fyrir hönd sóknarnefndar.
Séra Laufey Brá Jónsdóttir, séra Sigríður Kristín Helgadóttir, Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi og séra Þorvaldur Víðisson leiða stundina.
Messuþjónar aðstoða við innganginn, að afhenda kerti.
Verið hjartanlega velkomin á aðventuhátíð Grensáskirkju.