Allt hið hefðbundna og dagskrá fyrir börnin
Dagskrá Bústaðakirkju um jól og áramót verður hefðbundin, þar sem heilmikil dagskrá er fyrir börnin.
Aðfangadagur, 24. desember, kl. 16. Barnastund í Bústaðakirkju. Jónas Þórir á flyglinum, séra Sigríður Kristín Helgadóttir leiðir stundina ásamt leiðtogum. Von er á sveinka í rauðum klæðum.
Aðfangadagur, 24. desember, kl. 18. Aftansöngur í Bústaðakirkju. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Gréta Hergils Valdimarsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngja einsöng. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Jóladagur, 25. desember, kl. 13. Hátíðarguðsþjónusta í Bústaðakirkju. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Edda Austmann Harðardóttir syngur einsöng. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Sunnudaginn 28. desember kl. 15 fer fram jólaball í Bústaðakirkju. Stundin hefst í kirkjunni. Svo verður dansað í kringum jólatréð og börn á öllum aldri fá góðgæti frá jólasveininum. Jónas Þórir verður á píanóinu og séra Sigríður Kristín leiðir stundina ásamt leiðtogum.
Gamlársdagur, 31. desember, kl. 18. Aftansöngur í Bústaðakirkju. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Nýársdagur 1. janúar 2026, kl. 13. Hátíðarguðsþjónusta í Bústaðakirkju. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Bernadett Hegyi syngur einsöng. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Sunnudaginn 4. janúar 2026, fer messa Fossvogsprestakalls fram í Grensáskirkju kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.