Barnamessurnar eru haldnar í Bústaðakirkju hvern sunnudag kl. 11.00 yfir vetrartímann. Daníel Ágúst Gautason æskulýðsprestur, leiðtogar, Jónas Þórir kantor og prestar sjá um stundirnar. Jónas Þórir kantor Bústaðakirkju sér um tónlistina af mikill snilld og almennt. Daníel Ágúst, Sólveig, Iðunn, Hilda og Katrín Eir eru afskaplega fær í barna og unglingastarfi og hafa mikinn metnað fyrir barnamessunum. Okkur finnst mikilvægt að prestar safnaðarins taki líka þátt og sá prestur sem messar þann sunnudaginn er líka með í barnamessunum.
Við leggjum áherslu á að samverurnar séu gefandi og gleðjandi, með fjölbreyttri dagskrá, hressum og innilegum söngvum, biblíusögum, myndböndum og brúðuleikritum. Við viljum að allir finna sig velkomna í stundunum okkar og höfum því alltaf í huga að barnamessurnar séu fyrir alla fjölskylduna, jafnt unga sem aldna.