-
Date232024 October
Leiðarþing fer fram í Áskirkju
Leiðarþing fer fram í Áskirkju miðvikudaginn 23. október nk. kl. 19:30. Leiðarþingið er haldið á vegum Reykjavíkurprófastsdæmanna beggja, austur og vestur, og er opið öllum áhugasömum. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku á leiðarþingi.
Date152024 OctoberAndrea Þóra Ásgeirsdóttir er nýr kirkjuvörður Bústaðakirkju
Andrea Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr kirkjuvörður í Bústaðakirkju. Hún hefur þegar hafið störf. Við fögnum Andreu Þóru og bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.
Date092024 OctoberFermingarbörnin fengu Nýja testamentið að gjöf
Fermingarbörn Fossvogsprestakalls fengu góða heimsókn í fermingarfræðsluna í þessari viku. Gunnar Sigurðsson og Ólafur Sverrisson félagsmenn Orðsins komu færandi hendi og afhentu fermingarbörnunum Nýja testamentið að gjöf. Við þökkum félagsfólki Orðsins rausnarskapinn og hina dýrmætu gjöf og biðjum starfi félagsins blessunar til framtíðar.
Date092024 OctoberFrábærir tónleikar Kammerkórs Bústaðakirkju
Kammerkór Bústaðakirkju hélt glæsilega tónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju miðvikudaginn 9. október kl. 12:05. Yfir 100 manns mættu á tónleikana, sem séra Sigríður Kristín Helgadóttir annaðist um að leiða. Við þökkum öllum fyrir komuna og stuðninginn við Bleiku slaufuna og Ljósið. Verið hjartanlega velkomin á dagskrána í Bleikum október í Bústaðakirkju.
Date052024 OctoberSéra Bryndís Böðvarsdóttir mun þjóna í Fossvogsprestakalli
Séra Bryndís Böðvarsdóttir fyrrum prestur í Austfjarðarprestakalli mun þjóna í afleysingum í Fossvogsprestakalli til áramóta. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.
Date032024 OctoberÚtvarpsmessan verður frá Bústaðakirkju
Útvarpsmessan á Rás eitt sunnudaginn 6. október verður frá Bústaðakirkju. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt samstarfsfólki sínu. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Sönghópurinn Kyrja syngur. Hægt verður að nálgast útvarpsmessuna á vef RÚV.
Date022024 OctoberVel heppnaðir fyrstu tónleikar í Bleikum október í Bústaðakirkju
Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Jónas Þórir organisti héldu fyrstu hádegistónleika haustsins í Bleikum október í Bústaðakirkju í dag, miðvikudaginn 2. október kl. 12:05. Við þökkum tónlistarfólkinu frábæra tónlist og skemmtun og ykkur öllum fyrir komuna. Hádegistónleikar verða á hverjum miðvikudegi í október. Sjá nánar dagskrána hér fyrir neðan.
Date282024 SeptemberBleikur október í Bústaðakirkju, fjölbreytt dagskrá
Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra. Dagskráin samanstendur af hádegistónleikum alla miðvikudaga kl. 12:05, fræðsluerindum á miðvikudögum og sunnudögum, sem og helgihaldi í anda yfirskriftarinnar: Miðaldir í helgihaldi og tónlist. Kynnið ykkur dagskrána og verið hjartanlega velkomin á Bleikan október í Bústaðakirkju.
Date152024 September5 ára börnum afhent bókin Litla Biblían í Bústaðakirkju
Fimm ára börn fengu afhenta bókina Litla Biblían í fyrstu barnamessu haustsins í Bústaðakirkju. Karen Jóhannsdóttir leiddi stundina, ásamt fleirum. Þórður Sigurðarson formaður afhenti bókina f.h. sóknarnefndar. Við þökkum öllum sem mættu og hlökkum til að sjá ykkur næst.
Date122024 SeptemberSéra Sigurður Rúnar Ragnarsson mun þjóna í Fossvogsprestakalli
Séra Sigurður Rúnar Ragnarsson fyrrum sóknarprestur á Neskaupsstað og prestur í Mosfellsbæ mun þjóna í afleysingum í Fossvogsprestakalli til áramóta. Við bjóðum séra Sigurð Rúnar hjartanlega velkominn til starfa.
Date092024 SeptemberBústaðakirkja auglýsir eftir kirkjuverði
Bústaðakirkja óskar eftir að ráða drífandi og lausnarmiðaðan einstakling í starf kirkjuvarðar og umsjónarmanns safnaðarheimilis. Um er að ræða 70-100% starf sem heyrir undir framkvæmdastjóra kirkjunnar. Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi samskiptahæfni og einstakri þjónustulund.
Date062024 SeptemberBókin Gimsteinninn miðlar boðskap um frið
Bókin Gimsteinninn miðlar boðskap Biblíunnar um frið. Höfundur bókarinnar er séra Þorvaldur Víðisson og útgefandi er Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan. Kirkjuhúsið kallaði eftir umsögnum um bókina, en nokkrar þeirra birtast hér. Bókin fæst m.a. í Kirkjuhúsinu, á neðri hæð Bústaðakirkju.
Pagination
- First page
- Previous page
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir