Fréttir
 • Date
  08
  2024 júní

  Biblíusaga helgarinnar: Sakkeus fær gest

  Biblíusaga helgarinnar er "Sakkeus fær gest." Hann Sakkeus var mjög ríkur af peningum en fátækur af vinum. Hann var nefnilega þjófóttur og fólk treysti honum ekki. En það átti eftir að breytast daginn sem hann hitti Jesú.

 • Date
  31
  2024 maí

  Biblíusaga helgarinnar: Daníel í ljónagryfjunni

  Biblíusaga helgarinnar er "Daníel í ljónagryfjunni." Öll þjóðin var hrædd við ljón konungsins. Þau voru þekkt fyrir að vera sérlega grimm. En þegar honum Daníel var varpað í ljónagryfjuna fékk hann sérstaka vernd.

 • Date
  27
  2024 maí

  Auður Pálsdóttir guðfræðinemi leiddi helgihaldið

  Auður Pálsdóttir guðfræðinemi leiddi helgihaldið í morgunmessu í Grensáskirkju og kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 26. maí sl. Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldi Fossvogsprestakalls um helgina. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. 

 • Date
  25
  2024 maí

  Biblíusaga helgarinnar: Mettunin

  Biblíusaga helgarinnar er "Mettunin." Jesús var búinn að tala við mannfjöldann 

  í allan dag og vildi gefa þeim að borða.  

  Því miður voru vinir hans ekki með 

  nægilega mikið af mat til að gefa öllum. 

  En þá steig fram ungur drengur 

  með nestiskörfuna sína.

 • Date
  23
  2024 maí

  Dásamleg ferð eldri borgara í Odda

  Hópur eldri borgara úr Fossvogsprestakalli lagði land undir fót miðvikudaginn 22. maí sl. Ferðinni var heitið í Odda á Rangárvöllum. Við þökkum öllum fyrir samveruna í vorferð eldri borgarastarfsins í Fossvogsprestakalli og við þökkum gestrisni og góðar móttökur í Odda. 

 • Date
  17
  2024 maí

  Biblíusaga helgarinnar: Örkin hans Nóa

  Biblíusaga helgarinnar er "Örkin hans Nóa." Nói fékk mikilvægt verkefni sem hann tók af mikilli alvöru. Hann fékk nefnilega verkefnið frá Guði. Hann átti að byggja gríðarlega stóra örk sem að myndi rúma allar dýrategundir jarðarinnar og bjarga þeim frá flóði.

 • Date
  12
  2024 maí

  Vorhátíð barnastarfsins haldin með pompi og prakt

  Vorhátíð barnastarfsins var haldin með pompi og prakt í síðustu barnamessunni í Bústaðakirkju fyrir vetrarfrí. Mætingin var þrumugóð, en nóg var um að vera. Barnakór Fossvogs, útskrift Leiðtogaskóla Þjóðkirkjunnar, öndin, blessun krossins, hoppukastali, sumargrill, andlitsmálun og blöðrudýr.

 • Date
  10
  2024 maí

  Uppstigningardagur í Fossvogsprestakalli

  Uppstigningardagur var haldinn hátíðarlegur í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Kvennakórinn Senjóríturnar fór á kostum, Auður Pálsdóttir prédikaði og Björn Ágúst 5 ára hringdi inn messu. Listaverk prýddu anddyri Bústaðakirkju. Við þökkum öllum þátttöku og samveru á Uppstigningardegi. 

 • Date
  08
  2024 maí

  Vorhátíð ÆSKH haldin á æskulýðsfundi í Grensáskirkju

  Vorhátíð ÆSKH var haldin á æskulýðsfundi í Grensáskirkju síðastliðinn þriðjudag, 7. maí. Þar var boðið upp á helgistund, útileikinn Capture the Flag og auðvitað hið klassíska sumargrill.

 • Date
  07
  2024 maí

  Sumarnámskeið fyrir 6-9 ára í Grensáskirkju 10-14 júní

  Grensáskirkja býður upp á sumarnámskeið vikuna 10.-14. júní fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. 

 • Date
  06
  2024 maí

  Sögur úr Biblíunni, fyrir börnin

  Á heimasíðu Fossvogsprestakalls og á Spotify er nú hægt að nálgast lestur á völdum Biblíusögum. Mikilvægt er að nýta alla farvegi miðlunar til að koma sögum Biblíunnar á framfæri og er nú stigið það skref að miðla þeim á veraldarvefnum á máli sem börnin skilja. 

 • Date
  05
  2024 maí

  C-sveitin spilaði kröfuglega í fyrstu maímessu Grensáskirkju

  Í fyrstu maímessu Grensáskirkju fengum við góða gesti frá Skólahljómsveit Austurbæjar. C-sveit Skólahljómsveitarinnar mætti á svæðið og fyllti kirkjuna með fögrum og kröftugum tónum.