-
Date242024 October
Kammerkór Bústaðakirkju
Kammerkór Bústaðakirkju samanstendur af öflugu söng- og tónlistarfólki. Formaður kórsins er Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Jafnframt er starfsræktur karlakórinn Tónbræður, sem Jóhann Friðgeir sinnir jafnframt forystu fyrir. Organisti Bústaðakirkju og stjórnandi kóranna er Jónas Þórir kantor Bústaðakirkju.
Date182024 OctoberSéra Skúli S. Ólafsson flutti erindi
Séra Skúli Sigurður Ólafsson flutti erindi í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 16. október sl. Yfirskrift erindisins var: Hvað tók við af dýrðlingunum? Sálarheill og sálarró á 17. öld. Við þökkum öllum sem tóku þátt.
Date182024 OctoberFræðslukvöld með fermingarbörnum og foreldrum
Fræðslukvöld var haldið með fermingarbörnum og foreldrum/forráðamönnum þeirra fimmtudaginn 17. október sl. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir fjallaði um sorg, áföll og viðbrögð við missi. Við þökkum fermingarbörnunum, foreldrum þeirra og forráðamönnum góða samveru og þátttöku í fræðslukvöldinu.
Date182024 OctoberBernadett, Edda og Gréta á glæsilegum hádegistónleikum
Sópransöngkonurnar Bernadett Hegyi, Edda Austmann Harðardóttir og Gréta Hergils Valdimarsdóttir héldu glæsilega hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 16. október sl. Antonía Hevesí lék undir. Séra Bryndís Böðvarsdóttir leiddi tónleikana. Við þökkum öllum þátttökuna og framlagið til Ljóssins.
Date232024 OctoberLeiðarþing fer fram í Áskirkju
Leiðarþing fer fram í Áskirkju miðvikudaginn 23. október nk. kl. 19:30. Leiðarþingið er haldið á vegum Reykjavíkurprófastsdæmanna beggja, austur og vestur, og er opið öllum áhugasömum. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku á leiðarþingi.
Date152024 OctoberAndrea Þóra Ásgeirsdóttir er nýr kirkjuvörður Bústaðakirkju
Andrea Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr kirkjuvörður í Bústaðakirkju. Hún hefur þegar hafið störf. Við fögnum Andreu Þóru og bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.
Date092024 OctoberFermingarbörnin fengu Nýja testamentið að gjöf
Fermingarbörn Fossvogsprestakalls fengu góða heimsókn í fermingarfræðsluna í þessari viku. Gunnar Sigurðsson og Ólafur Sverrisson félagsmenn Orðsins komu færandi hendi og afhentu fermingarbörnunum Nýja testamentið að gjöf. Við þökkum félagsfólki Orðsins rausnarskapinn og hina dýrmætu gjöf og biðjum starfi félagsins blessunar til framtíðar.
Date092024 OctoberFrábærir tónleikar Kammerkórs Bústaðakirkju
Kammerkór Bústaðakirkju hélt glæsilega tónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju miðvikudaginn 9. október kl. 12:05. Yfir 100 manns mættu á tónleikana, sem séra Sigríður Kristín Helgadóttir annaðist um að leiða. Við þökkum öllum fyrir komuna og stuðninginn við Bleiku slaufuna og Ljósið. Verið hjartanlega velkomin á dagskrána í Bleikum október í Bústaðakirkju.
Date052024 OctoberSéra Bryndís Böðvarsdóttir mun þjóna í Fossvogsprestakalli
Séra Bryndís Böðvarsdóttir fyrrum prestur í Austfjarðarprestakalli mun þjóna í afleysingum í Fossvogsprestakalli til áramóta. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.
Date032024 OctoberÚtvarpsmessan verður frá Bústaðakirkju
Útvarpsmessan á Rás eitt sunnudaginn 6. október verður frá Bústaðakirkju. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt samstarfsfólki sínu. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris. Sönghópurinn Kyrja syngur. Hægt verður að nálgast útvarpsmessuna á vef RÚV.
Date022024 OctoberVel heppnaðir fyrstu tónleikar í Bleikum október í Bústaðakirkju
Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Jónas Þórir organisti héldu fyrstu hádegistónleika haustsins í Bleikum október í Bústaðakirkju í dag, miðvikudaginn 2. október kl. 12:05. Við þökkum tónlistarfólkinu frábæra tónlist og skemmtun og ykkur öllum fyrir komuna. Hádegistónleikar verða á hverjum miðvikudegi í október. Sjá nánar dagskrána hér fyrir neðan.
Date282024 SeptemberBleikur október í Bústaðakirkju, fjölbreytt dagskrá
Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra. Dagskráin samanstendur af hádegistónleikum alla miðvikudaga kl. 12:05, fræðsluerindum á miðvikudögum og sunnudögum, sem og helgihaldi í anda yfirskriftarinnar: Miðaldir í helgihaldi og tónlist. Kynnið ykkur dagskrána og verið hjartanlega velkomin á Bleikan október í Bústaðakirkju.
Pagination
- First page
- Previous page
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir