-
Date062024 August
Gleðilega hinsegin daga
Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlega um þessar mundir. Fossvogsprestakall tekur þátt í hátíðarhöldunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í gleði og flöggum pride fánanum bæði í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Date272024 JulyBiblíusaga helgarinnar: Sál verður Páll
Sál var reiður maður sem að þoldi ekki fólkið sem að trúði á Jesú. Hann vildi setja þau öll í fangelsi. En dag einn birtist honum mikið ljós. Hann sá ekkert fyrir birtunni en heyrði rödd tala við hann. Gæti þetta hafa verið Jesú?
Date162024 JulySumarlokun Grensáskirkju, vaktsími presta 5371250
Árleg sumarlokun stendur nú yfir í Grensáskirkju. Næsta messa fer fram í Grensáskirkju eftir verslunarmannahelgina, sunnudaginn 11. ágúst nk. kl. 11. Kvöldmessur fara fram á hverju sunnudagskvöldi í Bústaðakirkju kl. 20, nema sunnudaginn um verslunarmannahelgina. Vaktsími prestanna er 5371250.
Date152024 JulyHópar messuþjóna í Fossvogsprestakalli eru þjónustunni ómetanlegir
Síðasta sunnudag var messuhópur 2 að þjóna í helgihaldinu í Grensáskirkju, en í honum eru Arnþór Óli Arason, Bergþóra Laufdal, Signý Gunnarsdóttir og Guðrún Egilson. Hér má sjá mynd af þeim, að loknu helgihaldinu. Við þökkum öllum þátttökuna.
Date122024 JulyBiblíusaga helgarinnar: Pétur fer að veiða
Pétur var hundfúll. Hann hafði verið heillengi að reyna að veiða en hafði engan fisk fengið. Dagurinn hans breyttist þó þegar sjálfur Jesús bað um að fara út á vatnið með honum.
Date092024 JulySkráning í fermingarfræðslu stendur yfir
Fermingarfræðslan í Fossvogsprestakalli hefst með námskeiði dagana 19. - 21. ágúst nk. kl. 9-12, alla dagana. Hægt er að senda inn skráningu hér á efnum, en þess má geta að þegar hafa fleiri tugir skráninga borist. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í fermingarfræðslu Fossvogsprestakalls, í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Date082024 JulyFámennt en góðmennt í helgihaldi dagsins
Innihaldsríkar stundir fóru fram í Fossvogsprestakalli sunnudaginn 7. júlí sl. Þær voru fámennar en góðmennar. Við þökkum öllum sem tóku þátt og biðjum sérstaklega fyrir þeim sem eru á ferð þessa dagana.
Date062024 JulyBiblíusaga helgarinnar: Jónas reynir að flýja
Guð hafði talað við Jónas og gefið honum mikilvægt vekefni. En Jónasi leist ekkert á verkefnið og reyndi að flýja ábyrgðina sína. Það gekk þó fremur brösulega.
Date282024 júníBiblíusaga helgarinnar: Týndi sonurinn
Einu sinni var sonur sem fékk pabba sinn til að gefa sér arfinn og flutti burt í fjarlægt land. Þar eyddi hann öllum peningunum í veislur og fínlegheit. En hvað átti hann að gera þegar hann átti engan pening eftir? Myndi pabbi hans taka á móti honum aftur?
Date212024 júníBiblíusaga helgarinnar: Á bjargi byggði
Tveir menn voru eitt sinn að leita að stað til að byggja sér hús. Annar byggði húsið sitt á bjargi, á meðan hinn byggði húsið sitt á sandi. Hvað ætli hafi gerst þegar byrjaði svo að rigna?
Date202024 júníOg meira um vinnuskólann
Þessi hörkuduglegu ungmenni sem við höfum hjá okkur þessar vikurnar eru búin að lyfta grettistaki hjá okkur í prestakallinu.
Pagination
- First page
- Previous page
- …
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir