-
Date122024 July
Biblíusaga helgarinnar: Pétur fer að veiða
Pétur var hundfúll. Hann hafði verið heillengi að reyna að veiða en hafði engan fisk fengið. Dagurinn hans breyttist þó þegar sjálfur Jesús bað um að fara út á vatnið með honum.
Date092024 JulySkráning í fermingarfræðslu stendur yfir
Fermingarfræðslan í Fossvogsprestakalli hefst með námskeiði dagana 19. - 21. ágúst nk. kl. 9-12, alla dagana. Hægt er að senda inn skráningu hér á efnum, en þess má geta að þegar hafa fleiri tugir skráninga borist. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í fermingarfræðslu Fossvogsprestakalls, í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Date082024 JulyFámennt en góðmennt í helgihaldi dagsins
Innihaldsríkar stundir fóru fram í Fossvogsprestakalli sunnudaginn 7. júlí sl. Þær voru fámennar en góðmennar. Við þökkum öllum sem tóku þátt og biðjum sérstaklega fyrir þeim sem eru á ferð þessa dagana.
Date062024 JulyBiblíusaga helgarinnar: Jónas reynir að flýja
Guð hafði talað við Jónas og gefið honum mikilvægt vekefni. En Jónasi leist ekkert á verkefnið og reyndi að flýja ábyrgðina sína. Það gekk þó fremur brösulega.
Date282024 júníBiblíusaga helgarinnar: Týndi sonurinn
Einu sinni var sonur sem fékk pabba sinn til að gefa sér arfinn og flutti burt í fjarlægt land. Þar eyddi hann öllum peningunum í veislur og fínlegheit. En hvað átti hann að gera þegar hann átti engan pening eftir? Myndi pabbi hans taka á móti honum aftur?
Date212024 júníBiblíusaga helgarinnar: Á bjargi byggði
Tveir menn voru eitt sinn að leita að stað til að byggja sér hús. Annar byggði húsið sitt á bjargi, á meðan hinn byggði húsið sitt á sandi. Hvað ætli hafi gerst þegar byrjaði svo að rigna?
Date202024 júníOg meira um vinnuskólann
Þessi hörkuduglegu ungmenni sem við höfum hjá okkur þessar vikurnar eru búin að lyfta grettistaki hjá okkur í prestakallinu.
Date142024 júníBiblíusaga helgarinnar: Samúel fær engan svefnfrið
Samúel var örþreyttur að reyna að sofna þegar það er kallað á hann. Honum til mikillar furðu þá var það ekki presturinn Elí að kalla. Gæti það hafa verið Guð?
Date132024 júníSumar í Fossvogsprestakalli
Nú er vikulegt starf í Fossvogsprestakalli að mestu komið í sumarfrí. Messur eru í Grensáskirkju á sunnudagsmorgnum kl. 11 fram í miðjan júlí en kirkjan er lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 6. ágúst. Bústaðakirkja er opin í allt sumar, nema um verslunarmannahelgina. Kvöldmessur eru í Bústaðakirkju kl. 20.
Date112024 júníBlómlegt samstarf við vinnuskólann
Næstu vikur má sjá ungmenni úr Vinnuskóla Reykjavíkur á fullur í kringum Grensáskirkju og Bústaðakirkju. Prestakallið er komið í samstarf við Vinnuskólann og nýtur þeirrar gæfa að fá fjögur ungmenni til starfa til sín.
Date082024 júníBiblíusaga helgarinnar: Sakkeus fær gest
Biblíusaga helgarinnar er "Sakkeus fær gest." Hann Sakkeus var mjög ríkur af peningum en fátækur af vinum. Hann var nefnilega þjófóttur og fólk treysti honum ekki. En það átti eftir að breytast daginn sem hann hitti Jesú.
Pagination
- First page
- Previous page
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir