Fréttir
  • Date
    11
    2024 April

    Vinadagur í Bústaðakirkju

    Kátur hópur eldri borgara frá Álftanesi, Bessastaðakirkju, heimsótti eldriborgara starf Fossvogsprestakalls í Bústaðakirkju í gær, miðvikudaginn 10. apríl. Barnakór Fossvogsskóla söng fyrir gesti í kirkjunni. Við þökkum vinum okkar af Álftanesi fyrir komuna og hlökkum til að hitta þau aftur.

  • Date
    08
    2024 April

    Barnamessurnar í Bústaðakirkju á sínum stað

    Barnamessurnar fara fram í Bústaðakirkju á hverjum sunnudegi kl. 11. Síðasta sunnudag heimsóttu Rebbi refur og Fróði okkur og fræddu okkur um upprisuboðskapinn. Verið hjartanlega velkomin í barnamessu í Bústaðakirkju. 

  • Date
    04
    2024 April

    Útvarpsmessan verður úr Bústaðakirkju

    Útvarpsmessa úr Bústaðakirkju verður á dagskrá Rásar eitt, sunnudaginn 7. apríl nk. kl. 11. Síðan verður hægt að nálgast hana á spilara RÚV. Nánar um dagskrána hér. 

  • Date
    20
    2024 March

    Helgihald um bænadaga og páska - Opin kirkja

    Helgihald Fossvogsprestakalls um bænadaga og páska er hefðbundið. Helgihald verður á skírdagskvöld, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í báðum kirkjum prestakallsins, Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Opin kirkja í Grensáskirkju, mánudaginn 25. mars og þriðjudaginn 26. mars. Nánar hér. 

  • Date
    20
    2024 March

    Listasýning nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla haldin í Grensáskirkju

    Nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla halda þessa dagana listasýningu í safnaðarheimili Grensáskirkju. Við fögnum sýningu nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla og bjóðum gesti hjartanlega velkomna að líta verkin augum. 

  • Date
    19
    2024 March

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í Grensáskirkju

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í Grensáskirkju mánudaginn 25. mars nk. kl. 12 og snæða saman hádegisverð. Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri flytur spánýjar fréttir af störfum Hjálparstarfsins í Malaví. Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju. 

  • Date
    31
    2024 March

    Páskagleði kl. 8 á páskadagsmorgun í báðum kirkjum

    Á páskadagsmorgun kl. 8 er boðið til hátíðarguðsþjónustu og morgunverðar í báðum kirkjum Fossvogsprestakalls.

  • Date
    11
    2024 March

    Messa og tónleikar í tilefni Mottumars

    Í tilefni Mottumars kom Róbert Jóhannsson, umsjónarmaður Strákakrafts, í heimsókn í Bústaðakirkju og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju fluttu valin lög eftir stjórnanda sinn, Jónas Þóri.

  • Date
    17
    2024 March

    Barna- og fjölskyldumessur í Grensáskirkju 17. og 24. mars

    Barnamessurnar verða í Grensáskirkju 17. og 24. mars kl. 11 vegna ferminga í Bústaðakirkju. Verum öll velkomin!

  • Date
    05
    2024 March

    Mottumars í Bústaðakirkju

    Sunnudaginn 10. mars vekjum við athygli á átakinu Mottumars í messu kl. 13 í Bústaðakirkju og á tónleikum Kammerkórs Bústaðakirkju kl. 15. Milli messu og tónleika verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Aðgangur er ókeypis en fólk hvatt til styrkja átakið með frjálsum framlögum. Barnamessan verður á sínum stað kl. 11. Verum velkomin í Bústaðakirkju - gjarna í Mottumarssokkum!

  • Date
    04
    2024 March

    Fjölmenni í Bústaðakirkju á æskulýðsdaginn

    Æskulýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Bústaðakirkju, sunnudaginn 3. mars sl. Börn og æskulýður voru í fyrirrúmi í Bústaðakirkju í allri dagskrá dagsins. Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna á æskulýðsdaginn í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í starfi kirkjunnar. 

  • Date
    03
    2024 March

    Sítrónur og súkkulaði, skírnarvatn og tilfinningakort í fjölskyldumessu í Grensáskirkju

    Æskulýðsdagurinn, 3. mars 2024, var haldinn hátíðlegur í Grensáskirkju kl. 11. Fermingarbörnin tóku virkan þátt og höfðu í aðdraganda helgihaldisins undirbúið bænarefni sem þau síðan lásu í helgihaldinu sjálfu. Ketill Ágústsson söng lag Bubba Morthens, Þessi fallegi dagur. Við þökkum öllum þátttökuna og hlökkum til að sjá ykkur næst í Grensáskirkju.