-
Date202024 March
Listasýning nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla haldin í Grensáskirkju
Nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla halda þessa dagana listasýningu í safnaðarheimili Grensáskirkju. Við fögnum sýningu nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla og bjóðum gesti hjartanlega velkomna að líta verkin augum.
Date192024 MarchVinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í Grensáskirkju
Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman í Grensáskirkju mánudaginn 25. mars nk. kl. 12 og snæða saman hádegisverð. Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri flytur spánýjar fréttir af störfum Hjálparstarfsins í Malaví. Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju.
Date312024 MarchPáskagleði kl. 8 á páskadagsmorgun í báðum kirkjum
Á páskadagsmorgun kl. 8 er boðið til hátíðarguðsþjónustu og morgunverðar í báðum kirkjum Fossvogsprestakalls.
Date112024 MarchMessa og tónleikar í tilefni Mottumars
Í tilefni Mottumars kom Róbert Jóhannsson, umsjónarmaður Strákakrafts, í heimsókn í Bústaðakirkju og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju fluttu valin lög eftir stjórnanda sinn, Jónas Þóri.
Date172024 MarchBarna- og fjölskyldumessur í Grensáskirkju 17. og 24. mars
Barnamessurnar verða í Grensáskirkju 17. og 24. mars kl. 11 vegna ferminga í Bústaðakirkju. Verum öll velkomin!
Date052024 MarchMottumars í Bústaðakirkju
Sunnudaginn 10. mars vekjum við athygli á átakinu Mottumars í messu kl. 13 í Bústaðakirkju og á tónleikum Kammerkórs Bústaðakirkju kl. 15. Milli messu og tónleika verður boðið upp á kaffi og meðlæti. Aðgangur er ókeypis en fólk hvatt til styrkja átakið með frjálsum framlögum. Barnamessan verður á sínum stað kl. 11. Verum velkomin í Bústaðakirkju - gjarna í Mottumarssokkum!
Date042024 MarchFjölmenni í Bústaðakirkju á æskulýðsdaginn
Æskulýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Bústaðakirkju, sunnudaginn 3. mars sl. Börn og æskulýður voru í fyrirrúmi í Bústaðakirkju í allri dagskrá dagsins. Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna á æskulýðsdaginn í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í starfi kirkjunnar.
Date032024 MarchSítrónur og súkkulaði, skírnarvatn og tilfinningakort í fjölskyldumessu í Grensáskirkju
Æskulýðsdagurinn, 3. mars 2024, var haldinn hátíðlegur í Grensáskirkju kl. 11. Fermingarbörnin tóku virkan þátt og höfðu í aðdraganda helgihaldisins undirbúið bænarefni sem þau síðan lásu í helgihaldinu sjálfu. Ketill Ágústsson söng lag Bubba Morthens, Þessi fallegi dagur. Við þökkum öllum þátttökuna og hlökkum til að sjá ykkur næst í Grensáskirkju.
Date252024 February55 rósir gefnar í Grensáskirkju á konudaginn
Þátttakan í helgihaldi Grensáskirkju var prýðileg í dag, en 55 rósir voru gefnar konum á konudaginn. Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna í helgihaldi dagsins og óskum öllum konum til hamingju með daginn.
Date212024 FebruaryRaddir barna á Gaza munu heyrast í Bústaðakirkju
Raddir barna á Gaza verða á dagskránni í Bústaðakirkju næstkomandi sunnudag 25. febrúar klukkan 13:00. Séra Daníel Ágúst Gautason æskulýðsprestur mun miðla völdum reynslusögum barna frá Gaza í prédikun sinni í helgihaldi dagsins. Ungmenni úr æskulýðsstarfinu munu jafnframt ljá þeim raddir sínar. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds og bænastundar í Bústaðakirkju.
Date212024 FebruaryVinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma næst saman í mars, samveran fellur niður í febrúar
Samvera Vina Hjálparstarfs kirkjunnar sem vera átti mánudaginn 26. febrúar nk. fellur niður vegna útfarar hr. Karls Sigurbjörnssonar biskups, en útförin mun fara fram frá Hallgrímskirkju kl. 13, þann dag.
Date162024 FebruaryHinseginleikinn og trúarbrögðin
Sólveig Rós, fyrrum fræðslufulltrúi Samtakanna 78, flutti fróðlegt erindi um hinseginleikann í hinum ólíku trúarbrögðum, í fortíð og nútíð. Við þökkum öllum góða samveru í gærkvöldi, og sérstaklega góða mætingu foreldra og forráðamanna fermingarbarna. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í kirkjunum ykkar næstu sunnudaga.
Pagination
- First page
- Previous page
- …
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir