29
2024 December

Jólaballið var fjölmennt og skemmtilegt

Jólaball Fossvogsprestakalls var haldið sunnudaginn 29. desember kl. 15. Dagskráin hófst á helgistund í Bústaðakirkju sem séra Þorvaldur Víðisson leiddi, ásamt leiðtogum og samstarfsprestum sínum, Jónas Þórir lék á hammond og flygil. 

Að helgistund lokinni var farið inn í safnaðarheimili þar sem gengið var í kringum jólatréð. Jónas Þórir lék á píanó og leiddi söng og dagskrá. Stekkjastaur kom í heimsókn, söng með börnunum, setti á svið leikrit um Þyrnirós, ásamt börnum og þátttakendum og gaf síðan öllum börnum nammipoka. 

Kaffi og smákökur voru í boði fyrir alla viðstadda. 

Við þökkum öllum þátttökuna á jólaballinu í Bústaðakirkju.

Verið hjartanlega velkomin í kirkju um áramótin.

Fallegur vetrardagur

Það var kaldur, vetrardagur er jólaballið var haldið í Bústaðakirkju sunnudaginn 29. desember sl. Á þessari mynd var sólin farin að hníga til viðar, en daginn er nú samt farið að lengja. Birtan eykst nú með hverjum deginum. Megi birtan frá helgum jólum lýsa upp tilveru þína og líf. 

 

Dagskrá helgihaldsins um áramótin

Verið hjartanlega velkomin til kirkju um áramótin. Sjá dagskrá helgihaldsins næstu daga hér til hliðar.