-
Date052024 February
Altarisbiblíur teknar í notkun í Fossvogsprestakalli á Biblíudaginn
Biblíudagurinn 2024 var haldinn hátíðlegur í kirkjum Fossvogsprestakalls 4. febrúar 2024. Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldi Biblíudagins í Fossvogsprestakalli.
Date052024 FebruaryDásamleg fjölskyldustöðvamessa í Grensáskirkju
Fjölskyldu-stöðvamessa fór fram í Grensáskirkju á Biblíudaginn, 4. febrúar sl. Ungleiðtogarnir frábæru voru virkir í þjónustunni ásamt fleirum. Ný altarisbiblía var tekin í notkun. Við þökkum öllum hjartanlega fyrir þátttökuna.
Date302024 JanuaryEnginn skortur á Guðs orði
Það er svo sannarlega enginn skortur á Guðs orði í Grensáskirkju. Hér er mikið biblíusafn sem hefur verið gefið kirkjunni í gegnum árin. Það er við hæfi að draga fram þetta ríkulega safn þessa vikuna, en sunnudaginn 4. febrúar er biblíudagurinn haldinn hátíðlega í kirkjum landsins.
Date292024 JanuaryGóðir gestir komu til okkar í kirkjustarfið
Fulltrúar Orðsins, sem áður hét Gídeon, Gunnar Sigurðsson og Björn Magnússon, komu færandi hendi í fermingarhópa Fossvogsprestakalls, eins heimsóttu þeir eldri borgara starfið. Við þökkum félögum Orðsins innilega fyrir komuna og þeirra góðu gjafir. Í barnamessu sunnudagsins voru aðrir gestir, þar sem Rebbi refur og skjaldbakan komu í heimsókn.
Date292024 JanuaryEyjamessa og samtal um skólamál í kjölfar gossins
Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson prédikaði í Eyjamessu í Bústaðakirkju. Pallborðsumræður fóru fram í safnaðaheimilinu að athöfn lokinni, þar sem rætt var um skólagöngu Eyjabarna í kjölfar eldgossins á Heimaey 1973. Hugur allra var hjá Grindvíkingum.
Date242024 JanuaryMannúðaraðstoð kirkjunnar á Gasa og í Úkraínu til umfjöllunar
Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman að nýju, nú í upphafi árs, í safnaðarheimili Grensáskirkju, mánudaginn 29. janúar nk. kl. 12:00 og snæða saman. Yfir hádegisverðinum mun Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna, flytja stutt erindi um mannúðaraðstoð Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna - Act Alliance, á Gasa og í Úkraínu. Verið hjartanlega velkomin í hóp Vina Hjálparstarfs kirkjunnar.
Date222024 JanuaryFjölbreytt dagskrá í Fossvogsprestakalli á vorönn 2024
Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í kirkjustarfinu á vormánuðum. Hér á plakatinu má sjá upplýsingar um hina föstu liði, en svo má síðan sjá nánari upplýsingar um hvern dagskrárlið hér á heimasíðunni okkar.
Date142024 JanuaryBiðjum fyrir Grindvíkingum
Bænin er máttug, hún veitir styrk þegar óvissa ríkir, hún gefur ljós þar sem myrkur er, hún eflir félagsauðinn og kærleikann í samfélaginu. Tökum öll þátt í því að biðja fyrir Grindvíkingum á þessum hamfaratímum.
Date312023 DecemberÁramótin í Fossvogsprestakalli
Verið hjartanlega velkomin til kirkju um áramótin og á nýju ári. Jafnframt tökum við undir hvatningu SAMAN hópsins og hvetjum fjölskyldur til að hafa gaman saman um áramótin. Gleðilega hátíð.
Pagination
- First page
- Previous page
- …
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir