-
Date012023 December
Aðventan undirbúin
Aðventan er rétt handan við hornið. Undirbúningurinn er í fullum gangi í kirkjunni.
Date302023 NovemberGlatt á hjalla í handavinnuhópnum
Á fimmtudagsmorgnum milli 10 og 12 er glatt á hjalla í Grensáskirkju. Í morgun kom hún Erla með jólakúlur sem hún hefur búið til úr gömlum ljósaperum.
Date262023 NovemberVið þökkum Skólahljómsveit Austurbæjar kærlega fyrir
Skólahljómsveit Austurbæjar fyllti Grensáskirkju af fallegum og kröftugum tónum í fjölskyldumessu.
Date222023 NovemberSéra Solveig Lára og séra Gylfi gestir í eldri borgarastarfinu
Hjónin séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, fv. vígslubiskup á Hólum og séra Gylfi Jónsson, voru gestir eldri borgarastarfsins í dag. Við þökkum þeim hjónum innilega fyrir komuna og ykkur öllum fyrir þátttökuna. Verið hjartanlega velkomin í eldri borgarastarfið í Bústaðakirkju.
Date152023 NovemberMikið fjör í karamelluspurningakeppni
Fyrir framan hvaða hana má alls ekki leggja bílum?
Date142023 NovemberBiðjum fyrir Grindvíkingum
Þegar óvissa ríkir líkt og á Reykjanesi og í Grindavík um þessar mundir þá er bænin mikilvæg. Við skulum sameinast í bæn fyrir Grindvíkingum. Sameinast í þeirri bæn að góður Guð bægi allri hættu frá, verndi íbúa og innviði og byggð í Grindavík og á Reykjanesi.
Date092023 NovemberFermingarbarnasöfnunin gekk vel í Fossvogsprestakalli, bestu þakkir fyrir þátttökuna
Fermingarbörnin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju gengu í hús í gær, miðvikudaginn 8. nóvember sl. Fjármagnið sem safnaðist verður nýtt til að reisa vatnsbrunna í Afríku. Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og fyrir framlögin öll til fermingarbarnasöfnunarinnar, þetta árið.
Date062023 NovemberSéra Daníel Ágúst Gautason, settur inn í embætti æskulýðsprests
Séra Daníel Ágúst Gautason var settur inn í embætti æskulýðsprests við hátíðlega athöfn í Grensáskirkju, sunnudaginn 5. nóvember sl. Þar fór einnig fram uppskeruhátíð barnastarfsins og fjölskyldustöðvamessa. Við þökkum ykkur innilega fyrir samveruna.
Date302023 OctoberVígslubiskupshjónin og afrískt þema í Bústaðakirkju
Vonin var umfjöllunarefni þeirra vígslubiskupshjóna í prédikun og ávarpi sunnudagsins í Bústaðakirkju. Við þökkum þeim innilega fyrir komuna og samfélagið.
Date272023 OctoberUm 1000 manns sóttu hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju
Um 1000 manns sóttu hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju. Dagskráin var fjölbreytt og glæsileg og viðtökur gesta frábærar. Aðgangur var ókeypis á alla tónleikana, en tónleikagestir lögðu margir fram fjármagn til stuðnings Ljósinu og keyptu einnig Bleiku slaufuna. Við þökkum þessum frábæru listamönnum samstarfið og ykkur öllum komuna.
Date252023 OctoberTangódans í þéttsetinni Bústaðakirkju
Tangódans var stiginn á síðustu hádegistónleikunum í Bleikum október í Bústaðakirkju. Dásamlegur dans og dásamleg tónlist. Bestu þakkir öll fyrir komuna.
Date182023 OctoberValdimar og Jónas Þórir léku lög Magga Eiríks
Valdimar og Jónas Þórir léku lög Magga Eiríks á hádegistónleikum í Bleikum október í Bústaðakirkju, í dag. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir leiddi bæn í lok tónleikanna. Við þökkum Valdimari og Jónasi Þóri dásamlega tóna og tónleikagestum innilega fyrir komuna.
Pagination
- First page
- Previous page
- …
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir