-
Date272023 October
Um 1000 manns sóttu hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju
Um 1000 manns sóttu hádegistónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju. Dagskráin var fjölbreytt og glæsileg og viðtökur gesta frábærar. Aðgangur var ókeypis á alla tónleikana, en tónleikagestir lögðu margir fram fjármagn til stuðnings Ljósinu og keyptu einnig Bleiku slaufuna. Við þökkum þessum frábæru listamönnum samstarfið og ykkur öllum komuna.
Date252023 OctoberTangódans í þéttsetinni Bústaðakirkju
Tangódans var stiginn á síðustu hádegistónleikunum í Bleikum október í Bústaðakirkju. Dásamlegur dans og dásamleg tónlist. Bestu þakkir öll fyrir komuna.
Date182023 OctoberValdimar og Jónas Þórir léku lög Magga Eiríks
Valdimar og Jónas Þórir léku lög Magga Eiríks á hádegistónleikum í Bleikum október í Bústaðakirkju, í dag. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir leiddi bæn í lok tónleikanna. Við þökkum Valdimari og Jónasi Þóri dásamlega tóna og tónleikagestum innilega fyrir komuna.
Date182023 OctoberMag. theol. Daníel Ágúst Gautason verður vígður æskulýðsprestur
Sunnudaginn 22. október nk. kl. 11 mun biskup Íslands vígja mag. theol. Daníel Ágúst Gautason til þjónustu æskulýðsprests við söfnuði Fossvogsprestakalls. Söfnuðir prestakallsins og samstarfsfólk Daníels Ágústs fagna þessum ánægjulegu tímamótum.
Date172023 OctoberHópur unglinga á Landsmóti ÆSKÞ á Egilsstöðum um helgina
Rúmlega 200 manna æskulýðsmót var haldið á Egilsstöðum um helgina. Fossvogsprestakall tók auðvitað þátt.
Date152023 OctoberHátt í 700 manns í kirkju í dag í prestakallinu
Séra María G. Ágústsdóttir er nýr sóknarprestur. Barnakór Fossvogs, Kirkjukór Grensáskirkju, Karlakór KFUM, Kvennakórinn Ljósbrot, Skólahljómsveit Austurbæjar, gítartríó, þverflaututríó og einleiksatriði frá Tónlistarskóla TónFoss, voru meðal atriða í helgihaldi Bústaðakirkju og Grensáskirkju í dag.
Date112023 OctoberDásamleg gítartónlist Svans Vilbergssonar í Bústaðakirkju
Dásamlegir tónleikar Svans Vilbergssonar í Bleikum október í Bústaðakirkju. Bestu þakkir Svanur fyrir tónleikana og bestu þakkir þið öll sem mættuð, fyrir samveruna.
Date052023 OctoberAllt í köku
Það var allt í köku í barnastarfinu síðasta þriðjudag! Og það var sko gaman.
Date012023 OctoberNýr sóknarprestur í Fossvogsprestakalli
Frá og með 1. október 2023 gegnir sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir þjónustu sóknarprests í Fossvogsprestakalli. Hún er með skrifstofu í Grensáskirkju.
Pagination
- First page
- Previous page
- …
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir