-
Date092023 August
Útverðir mannréttinda og frelsis
Regnbogafánanum hefur verið flaggað bæði við Bústaðakirkju og Grensáskirkju í tilefni Hinsegin daga, sem standa yfir. Gleðilega Hinsegin daga.
Date312023 JulyFjölmenni í kvöldmessu í Bústaðakirkju
Fjölmenni var í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 30. júlí sl. kl. 20. Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng við undirleik Jónasar Þóris. Séra Þorvaldur Víðisson þjónaði ásamt messuþjónum. Við þökkum ykkur öllum samveruna.
Date232023 JulyYndisleg tónlist í kvöldmessu
Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Marteinn Snævarr Sigurðsson og Jónas Þórir önnuðust um tónlistina í kvöldmessunni í Bústaðakirkju, sunnudagskvöldið 23. júlí kl. 20. Séra Þorvaldur Víðisson þjónaði ásamt messuþjónum.
Date062023 JulySumarlokun Grensáskirkju frá 16. júlí
Grensáskirkja er lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júlí fram yfir verslunarmannahelgi. Kvöldmessur verða í Bústaðakirkju alla sunnudaga í júlí.
Date062023 JulySteinunn Anna í starfsþjálfun
Í sumar er guðfræðineminn Steinunn Anna Baldvinsdóttir í starfsþjálfun hjá sr. Maríu.
Date052023 JulyKirkja mánaðarins
Í Kirkjublaði Hreins S. Hákonarsonar er Bústaðakirkja ,,Kirkja mánaðarins."
Date272023 júníSumarstundir með einsöng á sunnudagskvöldum í Bústaðakirkju
Sunnudagskvöldið 2. júlí kl. 20 syngur Gréta Hergils einsöng í guðsþjónustunni í Bústaðakirkju. Við erum öll velkomin á sumarlega stund í kirkjunni okkar.
Date132023 júníMarteinn Snævarr Sigurðsson tenór í kvöldmessu í Bústaðakirkju
Marteinn Snævarr Sigurðsson tenór syngur einsöng í kvöldmessu í Bústaðakirkju, sunnudaginn 18. júní kl. 20:00. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Date082023 júníAnna Sigríður Helgadóttir söngkona í kvöldmessu í Bústaðakirkju
Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 11. júní nk. kl. 20:00. Verið hjartanlega velkomin.
Date062023 júníÚtvarpsmessan verður úr Grensáskirkju
Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari í útvarpsmessu dagsins á Rás eitt, sunnudaginn 11. júní nk. kl. 11. Verið hjartanlega velkomin í Grensáskirkju, eða að viðtækjunum.
Date022023 júníVorhreingerning fór fram í Grensáskirkju
Vorhreingerning fór fram í Grensáskirkju í blíðskapar veðri, fimmtudaginn 1. júní sl. Formaðurinn, Erik Pálsson, er hér á þaki safnaðarheimilisins, því kirkjan var þrifin og hreinsuð hátt og lágt, og einnig lóðin. Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna.
Date022023 júníKvöldmessur í Bústaðakirkju og einsöngur í hverri viku
Allar kvöldmessur sumarsins í Bústaðakirkju munu skarta einsöngvurum úr Kammerkór Bústaðakirkju. Anna Klara Georgsdóttir ríður á vaðið núna um helgina við undirleik Jónasar Þóris organista. Verið hjartanlega velkomin í kvöldmessu í Bústaðakirkju.
Pagination
- First page
- Previous page
- …
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir