Fréttir
  • Date
    02
    2023 July

    Helgihaldið í sumar

    Kvöldmessur fara fram í Bústaðakirkju kl. 20 í sumar. Altarisgöngur verða í messum Grensáskirkju kl. 11 í sumar. Verið hjartanlega velkomin til helgihaldsins í Bústaðakirkju og Grensáskirkju í sumar. 

  • Date
    30
    2023 maí

    Skólaslit haldin í Grensáskirkju

    Skólaslit Skólahljómsveitar Austurbæjar og Nýja tónlistarskólans fara fram í Grensáskirkju á þessu vori. Við fögnum því að kirkjan sé vettvangur slíkrar uppbyggilegrar og jákvæðrar samveru. 

  • Date
    26
    2023 maí

    Leiðtogar framtíðarinnar

    Í guðsþjónustu í Grensáskirkju sunnudaginn 21. maí sl. fór fram útskrift úr Leiðtogaskóla þjóðkirkjunnar. Þar eru á ferð framtíðar leiðtogar, sem biskup Íslands, ásamt svæðisstjóra og presti Grensáskirkju fögnuðu á útskriftardegi. 

  • Date
    19
    2023 maí

    Lokadagur myndlistarsýningar nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla

    Frábærri sýningu nemenda Fjölbrautarskólans við Ármúla í safnaðarheimili Grensáskirkju lauk í gær, á uppstigningardegi. Við þökkum innilega fyrir samstarfið í vetur. 

  • Date
    19
    2023 maí

    Vorferðir hinna ýmsu hópa kirkjustarfsins

    Kvenfélag Bústaðasóknar, prjónahópurinn og eldri borgarastarfið fóru í vorferðir. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni hélt utan um skipulagningu og dagskrá. Með kærum þökkum fyrir samfylgdina í vetur. Verið hjartanlega velkomin í starfið í haust. 

  • Date
    19
    2023 maí

    Handverkssýning á uppstigningardegi

    Handverkssýning fór fram í anddyri Bústaðakirkju að lokinni guðsþjónustu á uppstigningardegi. Hátíðarkaffi var síðan í safnaðarheimilinu. Myndir frá deginum má sjá hér. Við þökkum öllum fyrir komuna. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

  • Date
    15
    2023 maí

    Dásamleg vorhátíð barnastarfsins í Bústaðakirkju

    Vorhátíð barnastarfsins í Bústaðakirkju fór fram sunnudaginn 14. maí kl. 11. Vorhátíðin markar lok vetrarstarfsins og munu barnamessurnar hefjast að nýju í ágúst/september. Guðsþjónusturnar í Bústaðakirkju í sumar verða kl. 20. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.

  • Date
    11
    2023 maí

    Krílasálmar í Bústaðakirkju - yndisleg stund

    Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari leiddi dagskrá á foreldramorgni í Bústaðakirkju með yfirskriftinni: Krílasálmar. Stundin var yndisleg og börnin nutu sín og einnig foreldrar og forráðamenn. Við þökkum öllum fyrir samveruna. 

  • Date
    04
    2023 maí

    Skólahljómsveit Austurbæjar með tónleika

    Skólahljómsveit Austurbæjar hélt tónleika í Grensáskirkju í morgun klukkan níu. Nemendum úr skólum hverfisins var sérstaklega boðið á tónleikana, ásamt kennurum sínum og starfsfólki skólanna. Við þökkum Skólahljómsveit Austurbæjar innilega fyrir komuna í kirkjur Fossvogsprestakalls.  

  • Date
    25
    2023 April

    Menntadagur presta í Grensáskirkju

    Á menntadegi Prestafélags Íslands, sem haldinn er í Grensáskirkju í dag, 25. apríl, er rætt um stöðu og framtíð kirkjunnar. 

  • Date
    23
    2023 April

    Dásamleg uppskeruhátíð barnastarfsins í Grensáskirkju

    Uppskeruhátíð barnastarfsins í Grensáskirkju fór fram í dag. Kirkjuprakkarar og TTT veltu fyrir sér mikilvægum gildum í góðum samskiptum og sköpuðu falleg listaverk, undanfarnar vikurnar. Afraksturinn var til sýnis í dag, á uppskeruhátíðinni sem hófst á fjölskyldustöðvamessu í Grensáskirkju. 

  • Date
    20
    2023 April

    Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum. Gleðilegt sumar!

    Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur í Fossvoginum. Við þökkum innilega fyrir samstarfið, undirbúninginn og framkvæmdina alla. Gleðilegt sumar.