08
2024 maí

Listaverk barnanna, ásamt listaverki Leifs Breiðfjörð

Æskulýðsdagurinn, 3. mars 2024, var haldinn hátíðlegur í Grensáskirkju kl. 11. Fermingarbörnin tóku virkan þátt og höfðu í aðdraganda helgihaldisins undirbúið bænarefni sem þau síðan lásu í helgihaldinu sjálfu. 

Ketill Ágústsson söng lag Bubba Morthens, Þessi fallegi dagur, ásamt því að hann leiddi söfnuðinn í sunnudagaskólalögunum, sem hann lék með "Country style".

Séra Daníel Ágúst Gautason og séra Þorvaldur Víðisson þjónuðu ásamt ungleiðtogum og fermingarbörnum, sem lásu bæði frumsamdar bænir og sem og frásögn Biblíunnar. Kirkjukór Grensáskirkju söng og Ásta Haraldsdóttir, organisti lék á flygil

Nokkrar stöðvar voru í boði í fjölskylduguðsþjónustu dagsins. Hægt var að lauga augu sín og enni úr skírnarvatni, skrifa hugleiðingar sínar á tilfinningakortin og fá sítrónu og súkkulaði. Lífið getur nefnilega verið bæði súrt og sætt, eins og við þekkjum. 

Tilfinningar voru því á dagskránni í fjölskyldumessu dagsins í Grensáskirkju. 

Við þökkum öllum þátttökuna sem mættu og hlökkum til að sjá ykkur næst í Grensáskirkju. 

 

Tilfinningakort, gleði, sorgar og hinna ýmsu tilfinninga

Nokkrar stöðvar voru í boði í fjölskylduguðsþjónustu dagsins. Hægt var að lauga augu sín og enni úr skírnarvatni, skrifa hugleiðingar sínar á tilfinningakortin og fá sítrónu og súkkulaði. Lífið getur nefnilega verið bæði súrt og sætt, eins og við þekkjum. 

Tilfinningar voru því á dagskránni í fjölskyldumessu dagsins í Grensáskirkju. 

Við þökkum öllum þátttökuna sem mættu og hlökkum til að sjá ykkur næst í Grensáskirkju. 

 

Sítrónur og súkkulaði

Nokkrar stöðvar voru í boði í fjölskylduguðsþjónustu dagsins. Hægt var að lauga augu sín og enni úr skírnarvatni, skrifa hugleiðingar sínar á tilfinningakortin og fá sítrónu og súkkulaði. Lífið getur nefnilega verið bæði súrt og sætt, eins og við þekkjum. 

Tilfinningar voru því á dagskránni í fjölskyldumessu dagsins í Grensáskirkju. 

Við þökkum öllum þátttökuna sem mættu og hlökkum til að sjá ykkur næst í Grensáskirkju.