05
2024 maí

Góður og kátur hópur ungleiðtoga

Fjölskyldu-stöðvamessa fór fram í Grensáskirkju á Biblíudaginn, 4. febrúar sl. Ungleiðtogarnir frábæru voru virkir í þjónustunni, ásamt messuþjónunum og séra Þorvaldi Víðissyni og séra Daníel Ágústi Gautasyni, sem leiddi stundina.

Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. 

Þema Biblíudagsins var ríkjandi í fjölskyldumessunni þar sem hægt var að velja sér ritningarvers úr Biblíunni til að hengja upp á töflu í kirkjunni.

Ný altarisbiblía var tekin í notkun en Linda B. Þorgilsdóttir, starfandi formaður sóknarnefndar Bústaðasóknar færði Grensáskirkju slíkt eintak að gjöf, í tilefni Biblíudagsins. En samstarf sóknanna innan prestakallsins er til mikillar fyrirmyndar. Erik Pálsson formaður sóknarnefndar Grensáskirkju tók við hinni góðu gjöf.

Eins voru hinar ólíku Biblíur til sýnis og var rými gefið í helgihaldinu sjálfu til að skoða þær. Svo fengu viðstaddir Biblíumyndir að gjöf, og einnig var hægt að lauga augu sín úr vígðu vatni. Gengið var til altaris á frekar óhefðbundinn máta þar sem súrdeigsbrauð var brotið og gefið og safi helgaður og skeinktur öllum sem vildu í litskrúðug glös.

Sunnudagaskólalögin voru sungin, Daginn í dag, BIBLÍA og fleiri, og eins barnasálmarnir fallegu. 

Svo leiddi séra Daníel Ágúst söfnuðinn í fjörugum söng um Öndina

Við þökkum öllum hjartanlega fyrir þátttökuna og bjóðum ykkar velkomin að taka þátt í hinu fjölbreytta starfi Grensáskirkju og Fossvogsprestakalls. 

 

Linda formaður afhenti Erik formanni nýja altarisbiblíu

Ný altarisbiblía var tekin í notkun en Linda B. Þorgilsdóttir, starfandi formaður sóknarnefndar Bústaðasóknar færði Grensáskirkju slíkt eintak að gjöf, í tilefni Biblíudagsins. En samstarf sóknanna innan prestakallsins er til mikillar fyrirmyndar. Erik Pálsson formaður sóknarnefndar Grensáskirkju tók við hinni góðu gjöf.

Hið helga vatn

Séra Daníel Ágúst vígði vatn í skírnarfontinum þar sem viðstaddir gátu, að gömlum sið, laugað augu sín úr hinu vígða vatni. Ungleiðtogar aðstoðuðu kirkjugesti á hinum ólíku stöðum helgihaldsins, og þar með við skírnarfontinn. 

Kvöldmáltíðin í upprunalegri stíl, eða hvað?

Kvöldmáltíðarsakramentið var veitt á nokkuð óhefðbundinn máta, en kannski upprunalegri máta, en venja er í dag, þar sem súrdeigsbrauð var brotið og berjasafi skenktur í glös. Brauðhleifurinn var stór, kannski líkt og Jesús sjálfur hefur brotið á sínum tíma. Úr bikarnum var berjasafinn síðan veittur í litskrúðug glös, sem allir nutu. 

Ýmsar tegundir af Biblíum á Biblíudaginn

Hinar ólíku Biblíur voru til sýnis og var rými gefið í helgihaldinu sjálfu til að skoða þær. Sumar voru á erlendu tungumáli, aðrar myndskreyttar. Svo fengu viðstaddir Biblíumyndir að gjöf. Sunnudagaskólalögin voru sungin, Daginn í dag, BIBLÍA og fleiri, og eins barnasálmarnir fallegu. 

Við þökkum öllum hjartanlega fyrir þátttökuna og bjóðum ykkar velkomin að taka þátt í hinu fjölbreytta starfi Grensáskirkju og Fossvogsprestakalls.