Fréttir
  • Date
    16
    2023 March

    Er hægt að spila fjórhent á orgel?

    Ásta Haraldsdóttir er kantór Grensáskirkju og Jónas Þórir er kantór Bústaðakirkju. Það var glatt yfir þeim á þessum sólríka og kalda fimmtudegi 16. mars, eins og sést á myndinni.

  • Date
    16
    2023 March

    Elín Elísabet á foreldramorgni í Bústaðakirkju

    Fimmtudaginn 16. mars heimsótti Elín Elísabet Jóhannsdóttir fjölskyldu- og uppeldisfræðingur foreldramorgun í Bústaðakirkju. Foreldramorgnar fara fram hvern fimmtudag kl. 10 í Bústaðakirkju, gengið er inn af Bústaðavegi.Verið hjartanlega velkomin.

  • Date
    16
    2023 March

    Skólahljómsveit Austurbæjar í barnamessu í Bústaðakirkju

    Skólahljómsveit Austurbæjar lék nokkur vel valin lög í barnamessu í Bústaðakirkju, sunnudaginn 12. mars sl., undir stjórn Snorra Heimissonar stjórnanda. Verið hjartanlega velkomin í barnamessurnar í Bústaðakirkju.

  • Date
    08
    2023 March

    Barnastarfið í Fossvogsprestakalli, verið hjartanlega velkomin

    Kirkjuprakkarastarfið og TTT hófst þriðjudaginn 7. mars og stendur fram yfir páska. Verið hjartanlega velkomin í barnastarfið í Fossvogsprestakalli. 

  • Date
    27
    2023 February

    Carolina Schinder kom á foreldramorgunn í Bústaðakirkju

    Foreldramorgnar fara fram á hverjum fimmtudagsmorgni kl. 10 í Bústaðakirkju. Gengið er inn af Bústaðavegi. Stundum fáum við góða gesti í heimsókn, líkt og við gerðum fimmtudaginn 23. febrúar sl. Þá kom Carolina Schinder í heimsókn. Við þökkum Carolinu innilega fyrir komuna, fræðsluna og þátttökuna á foreldramorgni í Bústaðakirkju. 

  • Date
    27
    2023 February

    Rósa Björg Brynjarsdóttir fræddi um starfsemi Skjólsins

    Rósa Björg Brynjarsdóttir umsjónarkona Skjólsins sagði stuttlega frá starfinu í Skjólinu og svaraði spurningum. Næst munu vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman mánudaginn 27. mars nk. kl. 12. Vertu hjartanlega velkomin.

  • Date
    19
    2023 February

    Yndisleg tónlistarmessa í Bústaðakirkju á konudaginn

    Tónlistarmessa fór fram á konudaginn í Bústaðakirkju. Allar konur fengu afhenda rós frá kirkjunni í tilefni dagsins. Boðið var upp á molakaffi að athöfn lokinni. Með kærum þökkum til allra sem komu að dagskránni og til allra sem sóttu Bústaðakirkju heim á konudaginn. 

  • Date
    06
    2023 February

    Gróska í helgihaldi Bústaðakirkju í upphafi níuviknaföstu

    Við þökkum séra Hjálmari kveðskapinn, prédikunina og samfélagið, sem og ykkur öllum sem mættuð.

    Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.

  • Date
    31
    2023 January

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma næst saman mánudaginn 27. febrúar kl. 12 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Vertu hjartanlega velkomin til þátttöku. 

  • Date
    23
    2023 January

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar hittast á ný, viltu bætast í hópinn?

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman á ný í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 30. janúar kl. 12:00 og snæða saman. Þú mátt gjarnan bætast í hópinn, vertu hjartanlega velkomin. Tilkynna þarf þátttöku fyrir kl. 9:00 fimmtudaginn 26. janúar.

     

  • Date
    17
    2023 January

    Fjölmenni í Eyjamessu í Bústaðakirkju, minningar- og þakkarstund

    Fjölmenni var í Eyjamessu í Bústaðakirkju, sunnudaginn 15. janúar sl. Við þökkum öllum þátttökuna. Verið hjartanlega velkomin til helgihaldsins í Fossvogsprestakalli. 

  • Date
    11
    2023 January

    Stór dagur í Bústaðakirkju 15. janúar 2023

    Barnamessa fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 15. janúar kl. 11. Eyjamessa fer fram kl. 13. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.