02
2024 November

Héldu tónleika bæði í Grensáskirkju og Bústaðakirkju

Skólahljómsveit Austurbæjar fór á kostum á tvennum tónleikum sem haldnir voru í Grensáskirkju og Bústaðakirkju. 

Skólahljómsveitin efndi til tónleika fyrir yngstu nemendur grunnskólanna í hverfinu og léku fjörug og skemmtileg lög undir stjórn Snorra Heimissonar skólastjóra Skólahljómsveitar Austurbæjar. 

Ásamt Snorra voru fleiri kennarar Skólahljómsveitarinnar til taks og kynnti skólahljómsveitin hin ýmsu hljóðfæri fyrir hinum ungu áheyrendum. 

Fyrri tónleikarnir fóru fram mánudaginn 29. apríl kl. 9 í Grensáskirkju og var kirkjan þéttsetin og gleði á brá á hverju andliti. 

Eins var það á síðari tónleikunum sem fram fóru þriðjudaginn 30. apríl kl. 9 í Bústaðakirkju. Þar var einnig bjart yfir börnum og fullorðnum, í takt við sólina og sumarið sem við fáum að njóta þessa dagana. Myndin sem fylgir þessari umfjöllun var einmitt tekin í Bústaðakirkju á tónleikunum.

Við þökkum Skólahljómsveitinni komuna, en þess má geta að C-sveitin mun spila í fjölskylduguðsþjónustu í Grensáskirkju næstkomandi sunnudag kl. 11.

Við í kirkjunni erum þakklát fyrir frábært samstarf við Skólahljómsveit Austurbæjar og fyrir hið öflugu starf sem fram fer á vettvangi skólahljómsveitarinnar.