Fréttir
  • Date
    25
    2024 February

    55 rósir gefnar í Grensáskirkju á konudaginn

    Þátttakan í helgihaldi Grensáskirkju var prýðileg í dag, en 55 rósir voru gefnar konum á konudaginn. Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna í helgihaldi dagsins og óskum öllum konum til hamingju með daginn. 

  • Date
    21
    2024 February

    Raddir barna á Gaza munu heyrast í Bústaðakirkju

    Raddir barna á Gaza verða á dagskránni í Bústaðakirkju næstkomandi sunnudag 25. febrúar klukkan 13:00. Séra Daníel Ágúst Gautason æskulýðsprestur mun miðla völdum reynslusögum barna frá Gaza í prédikun sinni í helgihaldi dagsins. Ungmenni úr æskulýðsstarfinu munu jafnframt ljá þeim raddir sínar. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds og bænastundar í Bústaðakirkju. 

  • Date
    21
    2024 February

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma næst saman í mars, samveran fellur niður í febrúar

    Samvera Vina Hjálparstarfs kirkjunnar sem vera átti mánudaginn 26. febrúar nk. fellur niður vegna útfarar hr. Karls Sigurbjörnssonar biskups, en útförin mun fara fram frá Hallgrímskirkju kl. 13, þann dag.

  • Date
    16
    2024 February

    Hinseginleikinn og trúarbrögðin

    Sólveig Rós, fyrrum fræðslufulltrúi Samtakanna 78, flutti fróðlegt erindi um hinseginleikann í hinum ólíku trúarbrögðum, í fortíð og nútíð. Við þökkum öllum góða samveru í gærkvöldi, og sérstaklega góða mætingu foreldra og forráðamanna fermingarbarna. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í kirkjunum ykkar næstu sunnudaga.

  • Date
    15
    2024 February

    Foreldramorgnar í Bústaðakirkju, skemmtilegur vettvangur barna og foreldra

    Í tilefni öskudagsins 14. febrúar var boðið til öskudagspartýs á foreldramorgninum. Stórir sem smáir mættu í búningum og glatt var á hjalla. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju á foreldramorgna. 

  • Date
    05
    2024 February

    Altarisbiblíur teknar í notkun í Fossvogsprestakalli á Biblíudaginn

    Biblíudagurinn 2024 var haldinn hátíðlegur í kirkjum Fossvogsprestakalls 4. febrúar 2024. Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldi Biblíudagins í Fossvogsprestakalli. 

     

     

  • Date
    05
    2024 February

    Dásamleg fjölskyldustöðvamessa í Grensáskirkju

    Fjölskyldu-stöðvamessa fór fram í Grensáskirkju á Biblíudaginn, 4. febrúar sl. Ungleiðtogarnir frábæru voru virkir í þjónustunni ásamt fleirum. Ný altarisbiblía var tekin í notkun. Við þökkum öllum hjartanlega fyrir þátttökuna.

  • Date
    30
    2024 January

    Enginn skortur á Guðs orði

    Það er svo sannarlega enginn skortur á Guðs orði í Grensáskirkju. Hér er mikið biblíusafn sem hefur verið gefið kirkjunni í gegnum árin. Það er við hæfi að draga fram þetta ríkulega safn þessa vikuna, en sunnudaginn 4. febrúar er biblíudagurinn haldinn hátíðlega í kirkjum landsins.

  • Date
    29
    2024 January

    Góðir gestir komu til okkar í kirkjustarfið

    Fulltrúar Orðsins, sem áður hét Gídeon, Gunnar Sigurðsson og Björn Magnússon, komu færandi hendi í fermingarhópa Fossvogsprestakalls, eins heimsóttu þeir eldri borgara starfið. Við þökkum félögum Orðsins innilega fyrir komuna og þeirra góðu gjafir. Í barnamessu sunnudagsins voru aðrir gestir, þar sem Rebbi refur og skjaldbakan komu í heimsókn. 

  • Date
    29
    2024 January

    Eyjamessa og samtal um skólamál í kjölfar gossins

    Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson prédikaði í Eyjamessu í Bústaðakirkju. Pallborðsumræður fóru fram í safnaðaheimilinu að athöfn lokinni, þar sem rætt var um skólagöngu Eyjabarna í kjölfar eldgossins á Heimaey 1973. Hugur allra var hjá Grindvíkingum. 

  • Date
    24
    2024 January

    Mannúðaraðstoð kirkjunnar á Gasa og í Úkraínu til umfjöllunar

    Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman að nýju, nú í upphafi árs, í safnaðarheimili Grensáskirkju, mánudaginn 29. janúar nk. kl. 12:00 og snæða saman. Yfir hádegisverðinum mun Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna, flytja stutt erindi um mannúðaraðstoð Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna - Act Alliance, á Gasa og í Úkraínu. Verið hjartanlega velkomin í hóp Vina Hjálparstarfs kirkjunnar.

  • Date
    22
    2024 January

    Fjölbreytt dagskrá í Fossvogsprestakalli á vorönn 2024

    Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í kirkjustarfinu á vormánuðum. Hér á plakatinu má sjá upplýsingar um hina föstu liði, en svo má síðan sjá nánari upplýsingar um hvern dagskrárlið hér á heimasíðunni okkar.