Fréttir
  • Date
    28
    2023 December

    Góður gestur mætti á fjölmennt jólaball

    Fjölmennt jólaball var haldið í Bústaðakirkju miðvikudaginn 27. desember. Góður gestur mætti með látum og með góðgæti í poka.

  • Date
    22
    2023 December

    Bústaðakirkja færir Ljósinu kr. 500.000.-

    Í dag, föstudaginn 22. desember, afhentu fulltrúar Bústaðasafnaðar og Kvenfélags Bústaðasóknar Ljósinu, endurhæfingarmiðstöð, fjárstyrk að fjárhæð kr. 500.000.- Þar var um að ræða afrakstur tónleikaraðar í Bleikum október í Bústaðakirkju og fjárstyrk frá Kvenfélagi Bústaðasóknar.  

     

  • Date
    14
    2023 December

    Glæsilegir tónleikar kóra Grindavíkurkirkju í Bústaðakirkju

    Glæsilegir jólatónleikar kóra Grindavíkurkirkju fóru fram í Bústaðakirkju í gærkvöldi, miðvikudagskvöldið 13. desember kl. 20. Fyrir tónleikana afhentu fulltrúar Kvenfélags Bústaðasóknar og Bústaðasafnaðar gjafir til Grindvíkinga. Við þökkum kórum Grindavíkurkirkju glæsilega tónleika í Bústaðakirkju. 

  • Date
    13
    2023 December

    Dagskráin um jólin og áramótin í Fossvogsprestakalli

    Dagskrá helgihaldsins í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um jól og áramót má finna hér. Aftansöngur verður að venju í kirkjum prestakallsins á aðfangadagskvöld kl. 18 og eru aðrir hefðbundnir dagskrárliðir jóla og áramóta á sínum stað. Verið hjartanlega velkomin í kirkju um jól og áramót.

  • Date
    12
    2023 December

    Aðventuhátíð Grensáskirkju vel sótt

    Aðventuhátíð Grensáskirkju fór fram 10. desember sl. kl. 17. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, sem flutti hátíðarræðu. Fermingarbörnin sýndu ljósa-helgileik. Margrét Hannesdóttir, sópran, söng einsöng. Kirkjukór Grensáskirkju söng. Við þökkum ykkur öllum dásamlega samverustund í Grensáskirkju.  

  • Date
    07
    2023 December

    Styrktartónleikar kóra Grindavíkurkirkju í Bústaðakirkju

    Kórar Grindavíkurkirkju halda góðgerðartónleika í Bústaðakirkju miðvikudagskvöldið 13. desember kl. 20. Tónleikunum verður streymt í opnu streymi og tekið verður við frjálsum framlögum á tiltækt reikningarnúmer til stuðnings Grindvíkingum.

  • Date
    04
    2023 December

    Aðventuhátíð Bústaðakirkju vel sótt

    Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs, flutti hátíðarræðu, Barnakór Fossvogs söng, ásamt Kammerkór Bústaðakirkju, við undirleik Jónasar Þóris. Tendrað var á kertaljósum í lok stundarinnar þar sem allir kirkjugestir tóku undir og sungu Heims um ból. 

  • Date
    01
    2023 December

    Aðventan undirbúin

    Aðventan er rétt handan við hornið. Undirbúningurinn er í fullum gangi í kirkjunni.

  • Date
    30
    2023 November

    Glatt á hjalla í handavinnuhópnum

    Á fimmtudagsmorgnum milli 10 og 12 er glatt á hjalla í Grensáskirkju. Í morgun kom hún Erla með jólakúlur sem hún hefur búið til úr gömlum ljósaperum. 

  • Date
    26
    2023 November

    Við þökkum Skólahljómsveit Austurbæjar kærlega fyrir

    Skólahljómsveit Austurbæjar fyllti Grensáskirkju af fallegum og kröftugum tónum í fjölskyldumessu.

  • Date
    22
    2023 November

    Séra Solveig Lára og séra Gylfi gestir í eldri borgarastarfinu

    Hjónin séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, fv. vígslubiskup á Hólum og séra Gylfi Jónsson, voru gestir eldri borgarastarfsins í dag. Við þökkum þeim hjónum innilega fyrir komuna og ykkur öllum fyrir þátttökuna. Verið hjartanlega velkomin í eldri borgarastarfið í Bústaðakirkju. 

  • Date
    15
    2023 November

    Mikið fjör í karamelluspurningakeppni

    Fyrir framan hvaða hana má alls ekki leggja bílum?