02
2024 December

Við bjóðum Andreu Þóru hjartanlega velkomna til starfa

Andrea Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr kirkjuvörður í Bústaðakirkju. Hún hefur þegar hafið störf. 

Andrea Þóra var valin úr hópi 64 umsækjenda sem sóttu um starfið. Hún hefur um áratuga skeið átt og rekið veisluþjónustuna Veisluna á Seltjarnarnesi og hefur því langa og ríka reynslu af þjónustu við fólk.

Við fögnum Andreu Þóru og bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa. Við hlökkum til samstarfsins og biðjum henni blessunar í nýjum störfum fyrir Bústaðakirkju.