02
2024 November

Kvennakórinn Senjórítur söng

Uppstigningardagur var haldinn hátíðlegur í Fossvogsprestakalli 9. maí sl. 

Kvennakórinn Senjórítur annaðist um sönginn í Bústaðakirkju í guðsþjónustunni kl. 13. Jónas Þórir organisti stjórnaði kórnum og lék á flygil. Séra Þorvaldur Víðisson og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjónuðu fyrir altari. Hólmfríður djákni annaðist einnig um skipulag sýningar í anddyri kirkjunnar þar sem listmunir og handverk þátttakenda í starfi eldri borgara í Grensáskirkju og Bústaðakirkju var til sýnis. 

Auður Pálsdóttir, stud. theol. prédikaði og var góður rómur gerður af hennar orðum.  

Boðið var upp á brauðtertur og aðrar kaffiveitingar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. 

Í Grensáskirkju fór fram guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Þorvaldur Víðisson prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt messuþjónum. Meðhjálpari og umsjónarmaður kirkjuklukknanna þennan daginn var Björn Ágúst Skagfjörð Alexandersson, 5 ára ungur drengur, sem sést hér á myndinni til hliðar, þar sem hann stendur ásamt Alberti okkar, fyrir utan Grensáskirkju. Við þökkum Birni Ágústi innilega fyrir aðstoðina. 

Við þökkum öllum sem mættu þátttökuna í helgihaldi og dagskrá Fossvogsprestakalls. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.

Björn Ágúst Skagfjörð Alexandersson sá um að hringja inn

Í Grensáskirkju fór fram guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista. Séra Þorvaldur Víðisson prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt messuþjónum. 

Meðhjálpari og umsjónarmaður kirkjuklukknanna þennan daginn var Björn Ágúst Skagfjörð Alexandersson, 5 ára ungur drengur, sem sést hér á myndinni til hliðar, þar sem hann stendur ásamt Alberti okkar, fyrir utan Grensáskirkju. 

Við þökkum Birni Ágústi innilega fyrir aðstoðina. 

Málverk og annað handverk

Hólmfríður djákni annaðist einnig um skipulag sýningar í anddyri kirkjunnar þar sem listmunir og handverk þátttakenda í starfi eldri borgara í Grensáskirkju og Bústaðakirkju var til sýnis. 

Auður Pálsdóttir prédikaði

Auður Pálsdóttir stud. theol. prédikaði og var gerður góður rómur af hennar orðum. 

Við þökkum öllum samveruna

Við þökkum öllum fyrir samveruna í Fossvogsprestakalli á Uppstigningardag. 

Þökkum öllum sem tóku þátt og þeim sem nutu með okkur. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.