18
2024 July

Auður Pálsdóttir guðfræðinemi

Auður Pálsdóttir guðfræðinemi leiddi helgihaldið í Grensáskirkju og í Bústaðakirkju sunnudaginn 26. maí sl.

Auður er í langt komin með mag.theol. nám við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og er í starfsnámi hjá séra Þorvaldi Víðissyni. 

Hefðbundin messa fór fram í Grensáskirkju kl. 11 þar sem Auður leiddi stundina, Kirkjukór Grensáskirkju söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur, messuþjónar lásu ritningarlestra og séra Þorvaldur Víðisson prédikaði. 

Kvöldmessa fór fram í Bústaðakirkju kl. 20 þar sem Auður leiddi stundina, Guðjón Viðar leiddi almennan safnaðarsöng við undirleik Ástu Haraldsdóttur, messuþjónar lásu upphafsbæn og ritningarlestra og séra Þorvaldur Víðisson flutti hugvekju. 

Á myndinni er Auður fyrir framan altarið í Grensáskirkju. 

Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldi Fossvogsprestakalls um helgina. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.