Fréttir
  • Date
    06
    2024 September

    Sameinuð í bæn, stund í Hallgrímskirkju 7. september kl. 17

    Þjóðkirkjan og önnur kristin trúfélög í landinu halda sameiginlega bænastund í anda friðar og einingar. Stundin fer fram í Hallgrímskirkju laugardaginn 7. september kl. 17.00. Stundin er öllum opin, verið hjartanlega velkomin til þátttöku. 

  • Date
    04
    2024 September

    Ketill Ágústsson, frú Guðrún Karls Helgudóttir biskup, barnakórinn og Kammerkórinn verða í útvarpinu

    Ketill Ágústsson flutti frumsamið lag og texta, barnakór Grafarvogs og Fossvogs söng undir stjórn Auðar Guðjohnsen og Eddu Austmann. Kammerkór Bústaðakirkju söng undir stjórn Jónasar Þóris. Biskup Íslands, frú Guðrún Karls Helgudóttir flutti ávarp og blessun. Prestar Fossvogsprestakalls, starfsfólk og sjálfboðaliðar lásu, báðu og fluttu hugvekju í messu sem verður útvarpað sunnudaginn 8. september nk. 

  • Date
    03
    2024 September

    Viltu syngja í kór?

    Opið er fyrir nýtt söngfólk í Kirkjukór Grensáskirkju. Opnar æfingar verða fyrir áhugasama mánudagana 16., 23. og 30. september nk. kl. 17:30-19:00. Nánari upplýsingar veitir Ásta Haraldsdóttir, organisti Grensáskirkju. Verið hjartanlega velkomin í Kirkjukór Grensáskirkju. 

  • Date
    02
    2024 September

    Konurnar okkar í Kirkjukór Grensáskirkju voru heiðraðar

    Konurnar okkar í Kirkjukór Grensáskirkju, Sigga, Hulda, Hellen, Matta og Kristín voru heiðraðar á nýliðnum kirkjudögum sem fram fóru í Lindakirkju í Kópavogi. Heiðursverðlaun kirkjunnar, Liljan, voru afhent þeim sem sungið höfðu í yfir 30 ár í kirkjukórum. Innilega til hamingju með viðurkenninguna.

  • Date
    28
    2024 August

    Fjölbreytt dagskrá framundan í Fossvogsprestakalli

    Litrík dagskrá er framundan í kirkjustarfi Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Barnamessur, fjölskyldumessur, kyrrðar- og fyrirbænastundir, félagsstarf eldri borgara, Kvenfélagsfundir, foreldramorgnar, karlakaffi, Tólf spora starf Vina í bata, æskulýðsfélagið Poný, kirkjuprakkarar og TTT, fermingarfræðslan og messuþjónastarf, svo eitthvað sé nefnt. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í kirkjustarfinu í vetur. 

  • Date
    26
    2024 August

    Kirkjudagar standa yfir í Lindakirkju í Kópavogi, allir velkomnir

    Kirkjudagar standa yfir þessa dagana. Hápunktur þeirra verður vígsla nýs biskups, séra Guðrúnar Karls Helgudóttur, sem fram fer í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september nk. kl. 14. Allir eru velkomnir til þátttöku í kirkjudögunum. Endilega kynnið ykkur betur hina fjölbreytta og áhugaverðu dagskrá. 

  • Date
    19
    2024 August

    Fermingarstörfin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju að hefjast

    Fermingarstörfin hefjast á morgun, mánudaginn 19. ágúst kl. 9, með þriggja daga námskeiði sem stendur mánudag, þriðjudag og miðvikudag, kl. 9-12. Krakkarnir eiga að mæta í sína kirkju, með nesti og klædd eftir veðri. Nánari upplýsingar um dagskrána framundan má finna hér. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í fermingarstörfunum og kirkjustarfinu í vetur. 

  • Date
    10
    2024 August

    Gengið í gleði

    Gengið var í gleði frá Hallgrímskirkju í Gleðigöngunni. ÆSKÞ, Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar, tók þátt í göngunni líkt og síðastliðin ár.

  • Date
    06
    2024 August

    Gleðilega hinsegin daga

    Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlega um þessar mundir. Fossvogsprestakall tekur þátt í hátíðarhöldunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í gleði og flöggum pride fánanum bæði í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.

  • Date
    27
    2024 July

    Biblíusaga helgarinnar: Sál verður Páll

    Sál var reiður maður sem að þoldi ekki fólkið sem að trúði á Jesú. Hann vildi setja þau öll í fangelsi. En dag einn birtist honum mikið ljós. Hann sá ekkert fyrir birtunni en heyrði rödd tala við hann. Gæti þetta hafa verið Jesú?

  • Date
    16
    2024 July

    Sumarlokun Grensáskirkju, vaktsími presta 5371250

    Árleg sumarlokun stendur nú yfir í Grensáskirkju. Næsta messa fer fram í Grensáskirkju eftir verslunarmannahelgina, sunnudaginn 11. ágúst nk. kl. 11. Kvöldmessur fara fram á hverju sunnudagskvöldi í Bústaðakirkju kl. 20, nema sunnudaginn um verslunarmannahelgina. Vaktsími prestanna er 5371250.

  • Date
    15
    2024 July

    Hópar messuþjóna í Fossvogsprestakalli eru þjónustunni ómetanlegir

    Síðasta sunnudag var messuhópur 2 að þjóna í helgihaldinu í Grensáskirkju, en í honum eru Arnþór Óli Arason, Bergþóra Laufdal, Signý Gunnarsdóttir og Guðrún Egilson. Hér má sjá mynd af þeim, að loknu helgihaldinu. Við þökkum öllum þátttökuna.