Fréttir
  • Date
    16
    2025 January

    Stórskemmtileg stemmning í Bústaðakirkju á fyrsta sunnudegi nýs árs

    Stórskemmtileg stemmning var í troðfullri Bústaðakirkju á fyrsta sunnudegi á nýju ári, 5. janúar sl. kl. 11. Frímúrarastúkan Glitnir fagnaði 50 ára afmæli með þátttöku í guðsþjónustu dagsins. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir þjónaði fyrir altari ásamt messuþjónum. Séra Örn Bárður Jónsson prédikaði. Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldinu og hátíðinni. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

  • Date
    05
    2025 January

    Séra Maríu og séra Daníel Ágústi þökkuð þjónustan

    Grensáskirkja var þéttsetin í kveðjumessu séra Maríu G. Ágústsdóttur fráfarandi sóknarprests Fossvogsprestakalls og séra Daníels Ágústs Gautasonar fráfarandi æskulýðsprests, sem haldin var sunnudaginn 5. júní 2025 kl. 11:00. Í lok guðsþjónustunnar flutti Erik Pálsson formaður sóknarnefndar Grensáskirkju ávarp. Við þökkum öllum sem komu til kirkju á þessum tímamótum. 

  • Date
    30
    2024 December

    Fjölskyldan saman um áramótin

    Jólin og hátíðardagarnir eru tími fjölskyldunnar. Við tökum því undir hvatningu Samanhópsins og hvetjum fjölskyldur til að vera saman um áramótin. Minnum einnig á helgihaldið í Bústaðakirkju og Grensáskirkju á gamlárskvöld og nýársdag. Sjá nánar hér til hliðar. Gleðilega hátíð.

  • Date
    29
    2024 December

    Jólaball og helgistund á sunnudeginum milli hátíða

    Jólaball Fossvogsprestakalls fór fram sunnudaginn 29. desember kl. 15. Dagskráin hófst á helgistund í Bústaðakirkju. Að helgistund lokinni var farið inn í safnaðarheimili þar sem gengið var í kringum jólatréð. Kaffi og smákökur voru í boði fyrir alla viðstadda. Fjölmenni var á jólaballinu og þökkum við öllum fyrir komuna. Verið hjartanlega velkomin í kirkju um áramótin.

  • Date
    20
    2024 December

    Ljósinu afhent söfnunarfé Bleiks október í Bústaðakirkju

    Fulltrúar Bústaðakirkju og Kvenfélags Bústaðasóknar færðu endurhæfingarmiðstöðinni Ljósinu fjárstyrk í dag, að fjárhæð kr. 500.000.- Móttökurnar í Ljósinu voru ljúfar og hlýjar. Fjármagnið var gjafafé frá tónleikagestum í Bleikum október í Bústaðakirkju, ásamt framlagi Kvenfélags Bústaðasóknar. Við þökkum listafólkinu öllu, fræðimönnum sem og tónleikagestum og söfnuðinum öllum þátttökuna með okkur í Bleikum október í Bústaðakirkju. 

  • Date
    18
    2024 December

    Jólin í Fossvogsprestakalli

    Mikið verður um dýrðir um jólin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í Fossvogsprestakalli. Allt hefðbundið helgihald verður á sínum stað um hátíðarnar og má sjá dagskrána hér til hliðar. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um jólin. 

  • Date
    06
    2024 December

    Ein messa á hverjum sunnudegi kl. 11 í Bústaðakirkju á aðventunni

    Alla sunnudaga aðventunnar fer fram ein messa í Bústaðakirkju klukkan 11. Engin messa er kl. 13 á aðventunni. Í stað þess að barnamessa sé kl. 11 og hefðbundin guðsþjónusta klukkan 13 fer fram fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11 alla sunnudaga aðventunnar. Verið hjartanlega velkomin í fjölskyldumessurnar í Bústaðakirkju alla sunnudaga aðventunnar. 

  • Date
    06
    2024 December

    Aðventuhátíð, Katrín Jakobs, barnakór, 50 ára fermingarbörn, vöfflur, söngur og gleði í Bústaðakirkju

    Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra flutti frábæra hátíðarræðu á aðventukvöldi Bústaðakirkju. Barnakór Fossvogs söng dásamlega. Við þökkum tónlistarfólki öllu fyrir gefandi tóna og ykkur öllum fyrir yndislega samveru. 

  • Date
    18
    2024 November

    Við erum friðflytjendur, fjölskyldumessa í Grensáskirkju

    Fjölskyldumessa fór fram í Grensáskirkju sunnudaginn 10. nóvember sl. kl. 11:00. Stundin var jafnframt uppskeruhátíð barnastarfsins, þar sem börnin voru í fyrirrúmi og tóku virkan þátt. Við þökkum öllum hjartanlega við þátttökuna í fjölskyldumessunni og uppskeruhátíð barnastarfsins.

  • Date
    15
    2024 November

    Ungbarnanudd á foreldramorgni í Bústaðakirkju

    Hrönn Guðjónsdóttir heilsunuddari og nálastungufræðingur verður gestur á foreldramorgni í Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 10.00. Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari hefur umsjón með foreldramorgnunum í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin á foreldramorgun í Bústaðakirkju. 

  • Date
    07
    2024 November

    Góðir gestir úr Verslunarskóla Íslands

    Sunnudaginn 3. nóvember sótti hress hópur nemenda úr 3-B, Verslunarskóla Íslands, ásamt kennara sínum, Ármanni Halldórssyni, messu í Grensáskirkju. Tilefnið var að kynna sér starf kirkjunnar í tengslum við námsefni um trúmál í heimspeki. Nemendurnir voru áhugasamir og var samtalið fróðlegt og skemmtilegt. Við þökkum Ármanni kennara og nemendunum hjartanlega fyrir komuna í Grensáskirkju. 

  • Date
    07
    2024 November

    Menningarlegt og kirkjulegt starf í þínu nærumhverfi

    Söfnuðir þjóðkirkjunnar eru sjálfstæðar þjónustueiningar sem standa fyrir kirkjulegu og menningarlegu starfi í nærumhverfinu, á hverjum stað. Með skráningu í þjóðkirkjuna styðjum við því trúarlegt og menningarlegt starf í nærumhverfi okkar. Með skráningu í þjóðkirkjuna eflir þú félagsauðinn í kirkjunni í hverfinu þínu. Hér getur þú kannað hvort þú sért skráð(ur) í þjóðkirkjuna. Verið hjartanlega velkomin í þjóðkirkjuna.