16
2025 January

Séra Sigríður Kristín Helgadóttir og séra Örn Bárður Jónsson

Stórskemmtileg stemmning var í troðfullri Bústaðakirkju á fyrsta sunnudegi á nýju ári, 5. janúar sl. kl. 11. Frímúrarastúkan Glitnir fagnaði 50 ára afmæli með þátttöku í guðsþjónustu dagsins. Kammerkór Bústaðakirkju fór á kostum undir stjórn Jónasar Þóris organista Bústaðakirkju. Hjörleifur Valsson lék á fiðlu, Örnólfur Kristjánsson á selló og söngsveit Glitnisbræðra söng. 

Séra Sigríður Kristín Helgadóttir þjónaði fyrir altari ásamt messuþjónum og eiginkonum Glitnisbræðra. Séra Örn Bárður Jónsson prédikaði. Hér má sjá þau, kollegana, við upphaf helgihaldsins, þar sem fór vel á með þeim.

Glitnisbræður buðu til stórveislu í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. 

Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldinu og hátíðinni. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

Vel var veitt í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni

Glitnisbræður buðu til stórveislu í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. 

Við þökkum öllum þátttökuna í helgihaldinu og hátíðinni. 

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju. 

Myndirnar voru teknar af Jóni Svavarssyni ljósmyndara.