21
2025 maí

Edda Austmann og Antonía Hevesí

Fyrsta kvöldmessan í Bústaðakirkju, þetta sumarið, er framundan. Sunnudagshelgihaldið yfir sumartímann í Bústaðakirkju er að kvöldi og er stemningin að jafnaði heimilisleg og hátíðleg. 

Sunnudaginn 18. maí nk. kl. 20:00 fer sem sagt fram fyrsta kvöldmessan þetta vorið.

Edda Austmann Harðardóttir mezzósópran og Antonía Hevesí píanóleikari gleðja viðstadda með tónlistarflutningi og söng. Nýverið héldu þær tónleika í Hafnarborg sem bar yfirskriftina Alls konar blóm - og ástin, þar sem á dagskrá voru aríur úr þekktum óperum. Í kvöldmessunni munum við fá að heyra brot af þeirri efnisskrá. 

Séra Sigríður Kristín Helgadóttir flytur hugvekju og þjónar fyrir altari, ásamt messuþjónum. 

Verið hjartanlega velkomin í kvöldmessu í Bústaðakirkju. 

Séra Sigríður Kristín Helgadóttir þjónar

Fyrsta kvöldmessan í Bústaðakirkju, þetta sumarið, er framundan. Sunnudagshelgihaldið yfir sumartímann í Bústaðakirkju er að kvöldi og er stemningin að jafnaði heimilisleg og hátíðleg. 

Sunnudaginn 18. maí nk. kl. 20:00 fer sem sagt fram fyrsta kvöldmessan þetta vorið.

Edda Austmann Harðardóttir mezzósópran og Antonía Hevesí píanóleikari gleðja viðstadda með tónlistarflutningi og söng. Nýverið héldu þær tónleika í Hafnarborg sem bar yfirskriftina Alls konar blóm - og ástin, þar sem á dagskrá voru aríur úr þekktum óperum. Í kvöldmessunni munum við fá að heyra brot af þeirri efnisskrá. 

Séra Sigríður Kristín Helgadóttir flytur hugvekju og þjónar fyrir altari, ásamt messuþjónum. 

Verið hjartanlega velkomin í kvöldmessu í Bústaðakirkju.