26
2026 January

Messa og goskaffi

Guðsþjónusta síðasta sunnudags eftir þrettándann í Bústaðakirkju var helguð Vestmannaeyjum. Þá fór fram svokölluð Eyjamessa, þar sem Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík (ÁtVR) tók þátt í undirbúningi og framkvæmd. Kammerkór Bústaðakirkju söng undir stjórn Jónasar Þóris organista, Rósalind Gísladóttir söng einsöng. Gísli Helgason lék á blokkflautu. Séra Þorvaldur Víðisson prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt messuþjónum. Hefðbundnir sálmar voru sungnir auk margra Eyjalaga.

Óli Gränz rifjaði upp minningar úr Heimaeyjagosinu 1973. 

Að lokinni messu bauð ÁtVR til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu. Meðan gestir gæddu sér á veitingunum stýrði Guðrún Erlingsdóttir pallborðsumræðum um gosnóttina og hvernig fólki leið í kjölfar eldgossins 1973. Þátttakendur voru Hildur Káradóttir fædd 1933, Birna Ólafsdóttir fædd 1951 og Víðir Reynisson fæddur 1967. 

Að loknu pallborði og umræðum kynntu þeir Árni Sigfússon, formaður stjórnar Eyjaganga ehf., og Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri áform um gangagerð til Eyja. 

Við þökkum öllum þátttökuna í Bústaðkirkju á síðasta sunnudegi eftir þrettándann. 

Nánari umfjöllun um dagskrána má finna á vef Eyjafrétta, sjá hér. Myndirnir hér eru fengnar af vef Eyjafrétta. 

Rósalind Gísladóttir söng einsöng

Rósalind Gísladóttir söng einsöng.

Óli Gränz sagði sögur úr Eyjum

Óli Gränz sagði sögur úr Eyjum. 

Gísli Helgason lék á blokkflautu

Gísli Helgason lék á blokkflautu.

Séra Þorvaldur Víðisson prédikaði og þjónaði fyrir altari

Séra Þorvaldur Víðisson prédikaði og þjónaði fyrir altari.

Guðrún Erlingsdóttir stýrði pallborði

Guðrún Erlingsdóttir stýrði pallborðsumræðum í safnaðarheimilinu. 

Göng til Eyja kynnt

Árni Sigfússon og Haraldur Pálsson kynntu hugmyndir að jarðgöngum til Vestmannaeyja.