-
Date032023 January
Jólaboðskapurinn er friðarboðskapur
Grunnboðskapur jólanna fjallar um frið, mildi og kærleika. Textar helgihaldsins um jól og áramót eru ríkir af mildi og kærleika, návist Guðs og blessun. Prédikanir aftansöngs og helgihaldsins um hátíðarnar fjölluðu m.a. um þetta.
Date032023 JanuarySéra Aldís Rut, séra Jón Ásgeir og séra Solveig Lára leysa af
Séra Aldís Rut Gísladóttir, séra Jón Ásgeir Sigurvinsson og séra Solveig Lára Guðmundsdóttir munu koma inn í afleysingarþjónustu í Fossvogsprestakalli í sex vikna leyfi séra Maríu G. Ágústsdóttur, frá 1. janúar - 14. febrúar. Við þökkum þeim framlag þeirra til þjónustunnar í prestakallinu.
Date302022 DecemberÁramótin í Fossvogsprestakalli
Gleðilega hátíð. Við minnum á helgihald í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um áramótin. Tökum jafnframt undir hvatningu SAMAN hópsins um að fjölskyldur gleðjist saman um áramótin.
Date282022 DecemberGóð þátttaka í helgihaldi og dagskrá Fossvogsprestakalls um hátíðarnar
Góð þátttaka var í helgihaldi og dagskrá Fossvogsprestakalls um jólin. Starfsfólk Bústaðakirkju og Grensáskirkju þakkar samfélag og samstarf á liðnu ári og tekur undir hvatningu SAMAN hópsins um að fjölskyldur hafi það gaman saman um áramótin.
Date202022 DecemberJólin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju
Hátíðardagskráin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju er rík um jólin. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku. Sjá nánar hér.
Date142022 DecemberAðventan í Fossvogsprestakalli
Aðventan er gjarnan erilsamur tími í kirkjum landsins, en senn koma jól. Verið hjartanlega velkomin til kirkju um hátíðarnar.
Date092022 DecemberLjósið, endurhæfðingarmiðstöð styrkt um 400 þ.kr.
Kvenfélag Bústaðakirkju og Bleikur október í Bústaðakirkju veittu Ljósinu, endurhæfingarmiðstöð Langholtsvegi 43, fjárstuðning að fjárhæð 400 þ.kr. Hrefna Guðnadóttir formaður Kvenfélagsins fylgdi gjöfinni eftir ásamt prestum safnaðarins.
Date052022 DecemberLjós og tónar á aðventuhátíð Grensáskirkju
Aðventuhátíð Grensáskirkju fór fram á öðrum sunnudegi í aðventu, 4. desember 2022 klukkan 17. Fermingarbörn sýndu ljósahelgileik og fiðlusveit frá Suzukitónlistarskólanum lék.
Date042022 DecemberNý sálmabók fyrir gamla, endilega vertu með
Margir hafa tekið þátt í verkefninu "Ný sálmabók fyrir gamla", en fleiri mega bætast í hópinn. Endilega taktu þátt.
Date022022 DecemberAð vernda, samheiti orðsins blessun
Skemmtilegt er að sjá hinar ýmsu úrlausnir sem sendar hafa verið inn vegna "Orðs vikunnar". Nýtt orð hefur verið birt, en það er orðið aðventa. Hægt er að taka þátt og senda inn svör án þess að upplýsa um nafn sitt. Endilega sendið okkur vangaveltur ykkar.
Date272022 NovemberTroðfull kirkja á aðventuhátíð Bústaðakirkju
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fór fram fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember kl. 17. Barnakór TónGraf og TónFoss söng ásamt Kammerkór Bústaðakirkju fyrir troðfullri kirkju. Víðir Reynisson flutti hátíðarræðu.
Pagination
- First page
- Previous page
- …
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- Næsta síða
- Síðasta síða
Fréttir