-
Date182023 April
Hvernig er staðan hjá þeim sem þiggja aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar?
Vilborg Oddsdóttir segir frá stöðunni á Íslandi í dag og lýsir framtíðarhorfunum, eins og þær blasa við henni. Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.
-
-
-
Date232023 April
Aðalsafnaðarfundir Bústaðasóknar og Grensássóknar, sunnudaginn 23. apríl nk.
Aðalsafnaðarfundir Bústaðasóknar og Grensássóknar fara fram sunnudaginn 23. apríl nk. að loknu helgihaldi. Í Grensáskirkju fer aðalsafnaðarfundurinn fram í safnaðarheimilinu að lokinni messu kl. 12:05. Í Bústaðakirkju fer aðalsafnaðarfundurinn fram í safnaðarheimilinu að lokinni messu kl. 14:05.
-
-
-
Date302023 March
Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan á nýjum stað, og nú í Bústaðakirkju
Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan opnar á neðri hæð Bústaðakirkju, á morgun, föstudaginn 31. mars. Við bjóðum starfsfólk Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar hjartanlega velkomið í húsið. Megi blessun fylgja starfi Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar hér á nýjum stað.
-
Date282023 March
Páskarnir í Fossvogsprestakalli
Páskarnir eru ein stærsta hátíð kristinnar kirkju í heiminum. Helgihaldið í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, er fjölbreytt, að venju. Auk ferminga sem eru ríkur þáttur í helgihaldinu í kringum páska, á pálmasunnudegi og öðrum degi páska, tekur helgihaldið mið af boðskap daganna. Nánari upplýsingar má sjá á myndinni sem fylgir þessari frétt. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Fossvogsprestakalli á páskum.
-
Date242023 March
Tónlistarnám í Bústaðakirkju
Mikil ánægja er með samstarf Bústaðakirkju og Tónlistarskólans í Grafarvogi, TónGraf og TónFoss. Samstarfið hófst haustið 2022 og hefur blómstrað í vetur. Þegar hefur verið opnað fyrir skráningar í tónlistarnámið næsta haust. Kynnið ykkur málið á vefsíðu skólans tongraf.is.
-
-
-
Pagination
- First page
- Previous page
- …
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- …
- Næsta síða
- Síðasta síða