08
2024 October

Hádegistónleikar alla miðvikudaga, tónlistarveisla á sunnudögum

Bleikur október er listamánuður í Bústaðakirkju. Yfirskriftin að þessu sinni er "Horft í suður", þar sem suðræn tónlist verður í fyrirrúmi, ítölsk, spænsk og suður-amerísk, en einnig verður tónlist frá okkar heimaslóðum. Hádegistónleikar verða hvern miðvikudag, þar sem dagskráin er fjölbreytt. 

Jónas Þórir organisti Bústaðakirkju hefur veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd. Eins og sést á myndinni hér koma fjöldi listamanna fram, ásamt félögum úr Kammerkór Bústaðakirkju, sem eru sem fyrr hryggjarstykkið í tónlistinni á vettvangi Bústaðakirkju. 

Endilega kynnið ykkur hina fjölbreyttu dagskrá í Bleikum október. Ókeypis er inn á alla tónleikana, en sem fyrr styðjum við mikilvæga starfsemi Ljóssins. 

Verið hjartanlega velkomin á Bleikan október í Bústaðakirkju.