Diddú, Jóhann Friðgeir og Jónas Þórir fóru á kostum
Dúndur mæting var á fyrstu hádegistónleikana í Bleikum október í Bústaðakirkju í dag, miðvikudaginn 4. október. Kirkjan var þéttsetin og tónlistarfólkið fór á kostum.
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Jóhann Friðgeir Valdimarsson sungu ítalska tónlist ásamt Jónasi Þóri sem lék með á flygil. Kristján Jóhannsson forfallaðist og Jóhann Friðgeir kom inn í hans stað. Séra María G. Ágústsdóttir sóknarprestur bauð gesti velkomna og leiddi stutta bænastund að tónleikum loknum.
Aðgangur var ókeypis, en tónleikagestum gafst færi á að styðja Ljósið, með fjárframlagi og einnig kaupa Bleiku slaufuna.
Boðið var upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum. Bleikur október er listamánuður í Bústaðakirkju.
Ánægjulegt er hve Bleikur október fer vel af stað í Bústaðakirkju, en hádegistónleikar verða alla miðvikudaga í október og tónlistin í sunnudagshelgihaldinu tekur einnig mið af Bleikum október.
Við þökkum öllum fyrir komuna í Bústaðakirkju í dag. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í dagskránni framundan.
Fjölbreytt dagskrá framundan
Fjölbreytt dagskrá er framundan í Bleikum október í Bústaðakirkju. Endilega kynntu þér málið og vertu hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.