07
2023 November

Eldri borgarastarfið heimsótti Bessastaði og söfnuðinn á Álftanesi

Eldri borgarastarfið í Bústaðakirkju, Fossvogsprestakalli, heimsótti Bessastaði og söfnuðinn á Álftanesi miðvikudaginn 27. september sl. Lagt var af stað frá Bústaðakirkju klukkan 13 og komið í Bessastaðakirkju rétt fyrir klukkan hálftvö. Þar tóku á móti hópnum, séra Hans Guðberg Alfreðsson, prestur og prófastur og Ástvaldur Traustason organisti. Séra Hans Guðberg leiddi helgistund og léku þeir Ástvaldur undir sálmasöng. Séra Hans Guðberg fræddi hópinn um sögu kirkjunnar og helstu gripi, en í gegnum byggingarsöguna og gripina má rekja markverða sögu Bessastaða. 

Að lokinni helgistund gekk hópurinn yfir til Bessastaða. Þar tók Guðni forseti á móti hópnum. Móttökurnar voru einstaklega hlýjar, húmor og skemmtilegtheit, en einnig glaðvær alvara, virðing og traust. Guðni forseti kynnti húsakynni Bessastaða fyrir gestum og þá sérstaklega bókasafnið, þar sem hann sýndi áhugasömum eintak af Guðbrandsbiblíu en einnig Steinsbiblíu. Allir gestir skráðu nafn sitt í gestabókina á Bessastöðum. 

Frá Bessastöðum var förinni heitið til samfunda við hóp eldri borgara á Álftanesi í safnaðarheimilinu. Séra Hans Guðberg sagði frá sögu Álftaness á leiðinni í rútunni. Í safnaðarheimilinu var tekið á móti hópnum með stórveislu, kaffi og veitingum. Þar leiddu séra Hans Guðberg og Vilborg Ólöf Sigurðardóttir djákni góða stund með söng og gleði. 

Það var kátur hópur sem hélt af stað frá Álftanesi eftir veisluna í safnaðarheimilinu. 

Takk Guðni forseti, takk séra Hans Guðberg prófastur, takk starfsfólk Bessastaða, takk Vilborg Ólöf djákni og starfsfólk og sjálfboðaliðar safnaðarins á Álftanesi, fyrir hlýjar móttökur. Þetta var góður dagur. 

 

Takk séra Hans Guðberg og Ástvaldur

Í Bessastaðakirkju tóku séra Hans Guðberg Alfreðsson, prestur og prófastur og Ástvaldur Traustason organisti á móti hópnum. Séra Hans Guðberg leiddi helgistund og léku þeir Ástvaldur undir sálmasöng, séra Hans á gítar og Ástvaldur á píanó. Séra Hans Guðberg fræddi hópinn um sögu kirkjunnar og helstu gripi, en í gegnum byggingarsöguna og gripina má rekja markverða sögu Bessastaða.

Takk séra Hans Guðberg og Ástvaldur. 

Takk Guðni forseti og samstarfsfólk á Bessastöðum

Að lokinni helgistund gekk hópurinn yfir til Bessastaða. Þar tók Guðni forseti á móti hópnum. Móttökurnar voru einstaklega hlýjar, húmor og skemmtilegtheit, en einnig glaðvær alvara, virðing og traust. Guðni forseti kynnti húsakynni Bessastaða fyrir gestum og þá sérstaklega bókasafnið, þar sem hann sýndi áhugasömum eintak af Guðbrandsbiblíu en einnig Steinsbiblíu. Allir gestir skráðu nafn sitt í gestabókina á Bessastöðum.

Takk Vilborg Ólöf og samstarfsfólk í safnaðarheimilinu

Frá Bessastöðum var förinni heitið til samfunda við hóp eldri borgara á Álftanesi í safnaðarheimilinu. Séra Hans Guðberg sagði frá sögu Álftaness á leiðinni í rútunni. Í safnaðarheimilinu var tekið á móti hópnum með stórveislu, kaffi og veitingum. Þar leiddu séra Hans Guðberg og Vilborg Ólöf Sigurðardóttir djákni góða stund með söng og gleði. 

Þetta var góður dagur

Það var kátur hópur sem hélt af stað frá Álftanesi eftir veisluna í safnaðarheimilinu. 

Takk Guðni forseti, takk séra Hans Guðberg prófastur, takk starfsfólk Bessastaða, takk Vilborg Ólöf djákni og starfsfólk og sjálfboðaliðar safnaðarins á Álftanesi, fyrir hlýjar móttökur. Þetta var góður dagur.