27
2024 April

Á heimasíðu þjóðkirkjunnar, kirkjan.is, er sagt frá því að þjónusta sóknarprests í Fossvogsprestakalli færist til sr. Maríu G. Ágústsdóttur frá og með 1. október 2023. Þetta er samkvæmt nýju fyrirkomulagi sem samþykkt var fyrir tveimur árum þegar sr. Þorvaldur Víðisson var ráðinn til starfa. Prestarnir þrír skipta með sér þjónustu sóknarprests og sinna henni tvö ár í senn. Eftir tvö ár tekur sr. Eva Björk Valdimarsdóttir við keflinu. 

Sr. María er með aðsetur í Grensáskirkju og þar verður hennar starfsstöð áfram en hún sinnir einnig þjónustu við Bústaðasókn ásamt hinum prestunum. 

https://kirkjan.is/frettir/frett/2023/09/29/Soknarprestsskipti/