06
2024 maí

Viðburðarríkur dagur í Fossvogsprestakalli

Séra María G. Ágústsdóttir var sett inn í embætti sóknarprests Fossvogsprestakalls, við hátíðlega athöfn í Grensáskirkju í dag kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur annaðist um innsetninguna. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni las bæn. Mikill hátíðardagur var því í Grensáskirkju í dag þar sem þrír kórar sungu nýja messu Bjarna Gunnarssonar. Kórarnir þrír voru Kirkjukór Grensáskirkju, Karlakór KFUM og Kvennakórinn Ljósbrot. Bjarni Gunnarsson samdi nýtt tón og lag við helgihald kirkjunnar, sem frumflutt var í Grensáskirkju í dag. 

Tónskáldið Bjarni Gunnarsson lék undir í messunni og Ásta Haraldsdóttir kantór Grensáskirkju stjórnaði tónlistinni, en hún stjórnar fyrrnefndu kórunum tveimur og Keith Reid stjórnar þeim síðastnefnda. 

Fjölmenni var í Grensáskirkju af þessu tilefni og var boðið upp á hátíðarsamveru og veitingar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. 

Við þökkum öllum sem komu að þessari viðburðarríku dagskrá í Grensáskirkju í dag. 

Listahátíð barnanna fór jafnframt fram í Bústaðakirkju í dag bæði klukkan 11 og klukkan 13. 

Barnakór Fossvogs söng í barnamessunni kl. 11 undir stjórn Auðar Guðjohnsen og Sævars Helga Jóhannssonar, við undirleik Jónasar Þóris, sem einnig lék undir barnasálmana og annað. Kári Freyr Magnússon lék á píanó. Bára Elíasdóttir leiddi stundina, ásamt Iðunni og séra Þorvaldi. Að lokinni athöfninni í kirkjunni var boðið upp á ávexti, liti og kaffisopa í safnaðarheimilinu. 

Skólahljómsveit Austurbæjar (B-sveitin) lék í fjölskyldumessunni kl. 13 undir stjórn Birkis Arnar Hafsteinssonar. Einnig léku nemendur TónFoss í athöfninni, þverflaustutríó, gítartríó og einleiksverk á píanó. Það voru Ólöf María Steinarsdóttir, Aurora Sigurrós Colodrero, Heiðdís Brá Ragnarsdóttir, Alisa Tertyshna, Eva Unnsteinsdóttir og Jenný Dagbjört Hafsteinsdóttir, Aron Magnússon, Saga Austmann Gunnarsdóttir og Vaka Austmann Gunnarsdóttir, sem léku listir sínar á hljóðfæri sín. 

Við þökkum krökkunum öllum dásamlega tóna, í söng og leik. Í dag var sannkölluð listahátíð barnanna í Bústaðakirkju, þar sem börnin báru uppi dagskrána og voru í fyrirrúmi, og einnig til fyrirmyndar, þau stóðu sig öll afskaplega vel.  

Við þökkum einnig öllum sem tóku þátt í helgihaldi dagsins í Fossvogsprestakalli. 

Þess má geta að hópur ungmenna úr Fossvogsprestakalli hefur um helgina tekið þátt í Landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar sem fram fór á Egilsstöðum þessa helgina. Þar hittu þau ungmenni af landinu öllu, þar sem á annað hundrað ungmenni voru skráð til leiks á landsmótinu.  

Mikið var því um að vera um helgina á vettvangi prestakallsins. Allt hefur það verið á ljúfum og uppbyggilegum nótum. 

Við þökkum öllum sem tóku þátt og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til þátttöku í dagskránni framundan, í Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í Fossvogsprestakalli. 

Dagskrá kirkjustarfsins má nálgast hér á heimasíðunni, sem og á samfélagsmiðlum og í hverfisblaðinu sem og Morgunblaðinu. 

Barnakór Fossvogs

Listahátíð barnanna fór jafnframt fram í Bústaðakirkju í dag bæði klukkan 11 og klukkan 13. 

Barnakór Fossvogs söng í barnamessunni kl. 11 undir stjórn Auðar Guðjohnsen og Sævars Helga Jóhannssonar, við undirleik Jónasar Þóris, sem einnig lék undir barnasálmana og annað. Kári Freyr Magnússon lék á píanó. Bára Elíasdóttir leiddi stundina, ásamt Iðunni og séra Þorvaldi. Að lokinni athöfninni í kirkjunni var boðið upp á ávexti, liti og kaffisopa í safnaðarheimilinu. 

Skólahljómsveit Austurbæjar og nemendur TónFoss

Skólahljómsveit Austurbæjar (B-sveitin) lék í fjölskyldumessunni kl. 13 undir stjórn Birkis Arnar Hafsteinssonar. 

Einnig léku nemendur TónFoss í athöfninni, þverflaustutríó, gítartríó og einleiksverk á píanó. Það voru Ólöf María Steinarsdóttir, Aurora Sigurrós Colodrero, Heiðdís Brá Ragnarsdóttir, Alisa Tertyshna, Eva Unnsteinsdóttir og Jenný Dagbjört Hafsteinsdóttir, Aron Magnússon, Saga Austmann Gunnarsdóttir og Vaka Austmann Gunnarsdóttir, sem léku listir sínar á hljóðfæri sín. Séra Þorvaldur Víðisson flutti hugvekju og leiddi stundina ásamt Jónasi Þóri organista og messuþjónum. 

Við þökkum krökkunum öllum dásamlega tóna, í söng og leik. Í dag var sannkölluð listahátíð barnanna í Bústaðakirkju, þar sem börnin báru uppi dagskrána og voru í fyrirrúmi. 

Kórarnir þrír í Grensáskirkju, og þéttsetin kirkjan

Mikill hátíðardagur var því í Grensáskirkju í dag þar sem þrír kórar sungu nýja messu Bjarna Gunnarssonar. Kórarnir þrír voru Kirkjukór Grensáskirkju, Karlakór KFUM og Kvennakórinn Ljósbrot. Bjarni Gunnarsson samdi nýtt tón og lag við helgihald kirkjunnar, sem frumflutt var í Grensáskirkju í dag. 

Tónskáldið Bjarni Gunnarsson lék undir í messunni og Ásta Haraldsdóttir kantór Grensáskirkju stjórnaði tónlistinni, en hún stjórnar fyrrnefndu kórunum tveimur og Keith Reid stjórnar þeim síðastnefnda. 

Hér má sjá mynd af kórunum þremur og þéttsetinni Grensáskirkju. 

Við þökkum öllum sem tóku þátt og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til þátttöku í dagskránni framundan, í Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í Fossvogsprestakalli. 

Dagskrá kirkjustarfsins má nálgast hér á heimasíðunni, sem og á samfélagsmiðlum og í Morgunblaðinu og í hverfisblaðinu.