20
2024 júní

Uppskera sumarsins var góð hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi

Meistaraflokkar kvenna og karla í Víking urðu sigursæl í sumar. 

Konurnar unnu frækinn sigur í bikarkeppninni, urðu sem sagt bikarmeistarar þrátt fyrir að spila í næst efstu deild. Þær munu hins vegar spila í efstu deild að ári, því þær sigruðu deildina og komust upp. Innilega til hamingju með það. 

Karlarnir unnu tvöfalt, urðu bikarmeistarar og eru nú þegar orðnir Íslandsmeistarar þrátt fyrir að enn séu nokkrir leikir eftir af Íslandsmótinu, yfirburðirnir voru slíkir.

Velgengni sem þessi hefur jákvæð áhrif á samfélagið í hverfinu og íþróttastarfið allt. Megi starfið hjá Knattspyrnufélaginu Víking eflast og dafna, hverjum þátttakanda og samfélaginu öllu til blessunar. 

Til hamingju Víkingar með frábæran árangur í sumar.