Fréttir
  • Date
    02
    2022 October

    Bleikur október í Bústaðakirkju

    Bleikur október er yfirskrift listamánaðar 2022 í Bústaðakirkju. Hádegistónleikar alla miðvikudaga kl. 12:05 - 12:30. 

     

  • Date
    11
    2022 September

    Barnamessurnar að hefjast í Bústaðakirkju

    Barnamessurnar hefjast í Bústaðakirkju sunnudaginn 11. september kl. 11:00. Verið hjartanlega velkomin.

  • Date
    08
    2022 September

    Kirkjuprakkarar í Grensáskirkju, 70x7

    Kirkjuprakkarar í Grensáskirkju eru á aldrinum 6-9 ára (1.-4. bekk). Hægt er að skrá börnin til þátttöku hér á heimasíðunni. 

  • Date
    04
    2022 September

    Barnamessur í Bústaðakirkju

    Barnamessur fara fram í Bústaðakirkju á sunnudögum kl. 11. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku. 

  • Date
    26
    2022 August

    Tónlistarnám og söngur í Bústaðakirkju

    Tónlistarskólinn í Grafarvogi býður nú upp á tónlistarnám í Bústaðakirkju í samstarfi við kirkjuna. Boðið er upp á forskóla-, kór-, söng-, píanó- og gítarnám. 

  • Date
    04
    2022 September

    Barnamessurnar að hefjast

    Barnamessurnar í Bústaðakirkju hefjast sunnudaginn 11. september nk. kl. 11. Sunnudaginn 4. september verður fjölskyldumessa kl. 11, þar sem við skiptum yfir í haustgírinn. Brúðuleikhús, bænir, söngur og Biblíusögur. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í kirkjustarfinu.

  • Date
    23
    2022 August

    Safnaðarheimili Grensáskirkju fær nýtt þak

    Nýtt þak á hluta safnaðarheimilis Grensáskirkju. Breytingarnar felast fyrst og fremst í því að glerþaki verður skipt út fyrir hefðbundið þak, þar sem umrætt rými verður þá mun vistlegra, með jafnari hita árið um kring. 

  • Date
    07
    2022 August

    Góðvild, réttlæti og sannleikur

    Góðvild, réttlæti og sannleikur eru þemu sunnudagsins 7. ágúst 2022. Guðsþjónusta með altarisgöngu fer fram í Grensáskirkju klukkan 11. Verið hjartanlega velkomin. 

  • Date
    28
    2022 July

    Biðjum fyrir öllum á faraldsfæti

    Í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, biðjum við sérstaklega fyrir þeim sem eru á faraldsfæti um helgina. Megi góður Guð vaka yfir öllum sem eru á ferðalagi og skila öllum heilum heim.

  • Date
    24
    2022 July

    Lesmessa í Bústaðakirkju kl. 20

    Hvað er lesmessa? Jú, þá er allt lesið, en lítið sungið. Lesmessan fer fram í Bústaðakirkju sunnudagskvöldið 24. júlí kl. 20.

  • Date
    18
    2022 July

    Það var syngjandi sveifla í Bústaðakirkju

    Anna Sigríður Helgadóttir alt söng Swing low og fleiri perlur með syngjandi sveiflu í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 17. júlí sl. kl. 20. Jónas Þórir, kantor, lék á hammond, sem gaf stundinni sérstakan og skemmtilegan blæ. Þau leiddu jafnframt almennan safnaðarsöng þar sem sálmar með syngjandi sveiflu voru aðallega á dagskrá auk Taize sálma. 

    Hvað er að trúa? Hvað þýðir hugtakið trú í þínum huga? Voru meðal spurninga sem séra Þorvaldur Víðisson velti upp í hugleiðingu kvöldsins, en hann þjónaði fyrir altari ásamt Daníel Ágúst Gautasyni djákna og messuþjónum.  

    Helgihaldið í Bústaðakirkju í sumar fer fram á sunnudögum klukkan 20. Þar er um að ræða heimilislegt helgihald með sálmum, bænum og hugleiðingu.

  • Date
    17
    2022 July

    Sumarlokun Grensáskirkju

    Árleg sumarlokun Grensáskirkju verður dagana 17. júlí til 1. ágúst. Helgihald Fossvogsprestakalls fer fram í Bústaðakirkju á meðan á lokuninni stendur. Gleðilegt sumar.