Una Dóra, Marteinn Snævarr og Jónas Þórir
Tónlistin í kvöldmessunni í Bústaðakirkju, sunnudaginn 23. júlí kl. 20 var í höndum Unu Dóru Þorbjörnsdóttur, Marteins Snævars Sigurðssonar og Jónasar Þóris. Á dagskrá voru m.a. Kannski er ástin, Við gengum tvö, Vikivaki, Þar til storminn hefur lægt, Líttu sérhvert sólarlag og Kvöldið er fagurt. Til viðbótar sungu þau tvo Taize sálma og leiddu svo samsöng í upphafi helgihaldsins og lokin þar sem kirkjugestir tóku undir í sálmunum Ó leið mig þá leið og Nú hverfur sól í haf.
Bænaljós
Nokkrir kirkjugestir tendruðu bænaljós við ljósastandinn.
Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir í Kristi Jesú. (Filippíbréfið 4:7)
Við þökkum ykkur öllum fyrir komuna.
Helgihaldið í Fossvogsprestakalli þessar vikurnar fer fram í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldum klukkan 20. Verið hjartanlega velkomin.