Kirkja mánaðarins
Hreinn S. Hákonarson, fyrrum fangaprestur og fréttaritari þjóðkirkjunnar birtir í blaði sínu, Kirkjublaðinu, grein um Bústaðakirkju sem lesa má hér: https://www.kirkjubladid.is/kirkja-manadarins/bustadakirkja/
Ljósmyndir sem fylgja greininni tók höfundur sjálfur.
Opinn faðmur
Í greininni segir meðal annars:
Kirkjan er hugsuð sem opinn faðmur. Kirkjubyggingin minnir á örkina hans Nóa sem er eitt af mörgum táknum hins kristna safnaðar. Útlínur kirkjunnar mynda fisk sem var elsta merki kristins fólks.
Prédikunarstóllinn er ekki upphækkaður. Kirkjan er teiknuð með það í huga að nálægð sé milli vígðra þjóna og safnaðarins. Kirkjuskipið er til dæmis nánast jafnbreitt og það er langt.
Yfir altari er glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð. Verkið er abstrakt og byggir á texta úr Opinberunarbókinni.