28
2024 April

Viltu vera Vinur Hjálparstarfs kirkjunnar?

Á liðnum vetri komu Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar saman einu sinni í mánuði til hádegisverðar. Hið sama verður upp á teningnum á þessum vetri og er fyrsta samveran framundan, mánudaginn 25. september nk. kl. 12 í Grensáskirkju. Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.

Skráning

Tilkynna þarf þátttöku á netfangið help@help.is eða í síma 528 4400 fyrir kl. 9:00 föstudaginn 22. september nk. Verð fyrir máltíðina er 3.000 kr. og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Umsjón með matseldinni hefur veitingaþjónustan Veislan.

Nýjar og áhugaverðar upplýsingar

Yfir hádegisverðinum mun Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, segja frá starfi Hjálparstarfsins. Mögulegt verður að spyrja hann um einstök mál og fræðast um stöðu hinna ýmsu verkefna innan- og utanlands. 

Hugmyndin

Hugmyndin að baki samverunum er að fólk geti hist stutt í hádeginu, borðað saman og rætt málefni Hjálparstarfsins og hvernig hver og einn og hópurinn í heild sinni geti stutt við starfið. Hugmyndin kviknaði hjá séra Bjarna Þór Bjarnasyni og með honum í undirbúningshópnum eru Halldór Kristinn Pedersen og Erik Pálsson formaður sóknarnefndar, auk starfsfólks Hjálparstarfs kirkjunnar og presta og starfsfólks Grensáskirkju.

Hjartanlega velkomin

Öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin.