-
Date172022 July
Syngjandi sveifla í kvöldmessu
Anna Sigríður Helgadóttir alt syngur einsöng í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 17. júlí kl. 20. Jónas Þórir, kantor, leikur á hammond. Þau munu jafnframt leiða safnaðarsöng þar sem sálmar með syngjandi sveiflu verða aðallega á dagskrá.
Hvað er að trúa? Hvað þýðir hugtakið trú í þínum huga? Eru meðal þeirra spurninga sem textar dagsins fjalla um. Séra Þorvaldur Víðisson leiðir stundina ásamt messuþjónum.
Helgihaldið í Bústaðakirkju í sumar fer fram á sunnudögum klukkan 20. Þar er um að ræða heimilislegt helgihald með sálmum, bænum og hugleiðingu.
Verið hjartanlega velkomin.
Date102022 JulyKvöldmessa í Bústaðakirkju
Sunnudaginn 10. júlí klukkan 20 verður kvöldmessa í Bústaðakirkju. Taize sálmar og fleiri sálmar og heimilislegt helgihald með bænum og hugleiðingu. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða söng undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir stundina ásamt messuþjónum. Verið hjartanlega velkomin.
Date102022 JulyMildi og miskunnsemi
Sunnudaginn 10. júlí klukkan 11 verður messa með altarisgöngu í Grensáskirkju. Mildi og miskunnsemi eru þeir tónar sem slegnir eru í textum dagsins sem er fjórði sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Kór Grensáskirkju syngur undir stjórn Kristínar Waage, þar sem nýlegir sálmar verða í fyrirrúmi. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Verið hjartanlega velkomin.
Date152022 AugustTónlistarskólinn mun kenna í Bústaðakirkju
Tónlistarskólinn í Grafarvogi mun í haust starfrækja forskóla og barnakór í Bústaðakirkju. Sótt er um í Tónlistarskólann í Grafarvogi á rvk.is.
Date292022 maíÖrn Árnason leikari fór á kostum á fundi með messuþjónum
Örn Árnason leikari fór á kostum er hann leiðbeindi messuþjónum og starfsfólki Fossvogsprestakalls varðandi framsögu síðastliðið sunnudagskvöld. Verið velkomin í hóp messuþjóna í Bústaðakirkju og Grensáskirkju!
Date302022 maíSkólaslit Skólahljómsveitar Austurbæjar í Grensáskirkju
Skólahljómsveit Austurbæjar heldur skólaslit í Grensáskirkju mánudaginn 30. maí kl. 17.
Date262022 maíUppstigningardagur í Bústaðakirkju og á Rás eitt
Útvarpsmessa uppstigningardags var send út frá Bústaðakirkju í beinni útsendingu á Rás eitt Ríkisútvarpsins. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni prédikaði, Kammerkór Bústaðakirkju söng undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Margrét Hannesdóttir sungu einsöng. Laufey Erla Kristjánsdóttir las ritningarlestra og séra Þorvaldur Víðisson þjónaði fyrir altari. Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni. Bestu þakkir fyrir samveruna.
Date052022 maíFélagsstarf eldriborgara
Síðastliðin miðvikudag, 4. maí var skemmtileg samvera í félagsstarfi eldriborgara í Fossvogsprestakalli. Samveran fór fram í Bústaðakirkju og var gestur okkar Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir.
Date082022 maíAðalsafnaðarfundir
Aðalsafnaðarfundur Grensássóknar verður haldinn 8. maí kl 12:00 í safnaðarsal kirkjunnar.
Pagination
- First page
- Previous page
- …
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
Fréttir