12
2024 maí

Eldri borgarastarfið heimsótti Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfuna

Hólmfríður Ólafsdóttir djákni heldur utan um blómlegt eldri borgarastarf í Bústaðakirkju. Venjulega er farið í vorferð í eldri borgarastarfinu og er sú ferð framundan. Í dag fór hins vegar hópurinn í heimsókn í Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfuna. Ekki þurfti hópurinn að ferðast langt til að fá hlýjar móttökur hjá Eddu Möller framkvæmdastjóra og hennar fólki, því Kirkjuhúsið-Skálholtsútgáfan er nú til húsa á neðri hæðinni í Bústaðakirkju. Ferðalag dagsins var því farið innandyra og margt sem fyrir augu bar í fallegri verslun Kirkjuhússins. 

Það er vel þess virði að gera sér ferð í Kirkjuhúsið, en nánari upplýsingar um opnunartíma Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar má finna á heimsíðunni kirkjuhusid.is. 

Á myndinni má sjá Eddu Möller framkvæmdastjóra Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar og Hólmfríði Ólafsdóttur djákna, í anddyri Kirkjuhússins, ásamt hluta af hópnum.