02
2024 November

Prjónahópur, eldri borgarar og Kvenfélag Bústaðasóknar

Vorið er tími ferðalaga í kirkjustarfinu. Það hefur einhvern veginn þróast þannig að ferðamálafulltrúi sóknanna er Hólmfríður Ólafsdóttir djákni. Hún hefur m.a. umsjón með eldri borgarastarfinu og sá um að skipuleggja virkilega vel heppnaða ferð í Hvalfjörðinn. 

Hernámssetrið heimsótt

Guðjón Sigmundsson tók á móti hópnum í Hernámssetrinu. Hann leiðbeindi hópnum um safnið og sagði skemmtilega frá tilurð þess. Einnig fræddi hann um ástandið í Hvalfirði í síðari heimsstyrjöldinni, þar sem bandamenn létu mikið fyrir sér fara. Hann sagði einnig margar sögur og frásagnir frá þessu merkilega tímabili í sögu lands og þjóða. 

Stórskemmtilegt safn að skoða. 

Hópurinn fyrir utan Hernámssetrið

Hópurinn stillti sér síðan upp fyrir utan Hernámssetrið. Þaðan var síðan farið í heimsókn í Hallgrímskirkju í Saurbæ. 

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Séra Kristján Valur Ingólfsson, fv. vígslubiskup í Skálholti tók síðan á móti hópnum í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hann fræddi hópinn um byggingu kirkjunnar, kirkjusöguna og þau listaverk sem kirkjuna prýða. 

Sungið við undirleik

Í Hallgrímskirkju í Saurbæ var sungið við undirleik séra Maríu G. Ágústsdóttur. Eftir góða heimsókn í Hallgrímskirkju fór hópurinn síðan í kaffi að hótel Glym. 

Kátar konur í Kvenfélaginu

Kvenfélag Bústaðasóknar lagði einnig land undir fót. Það eru kátar konur í Kvenfélaginu. 

Prjónahópurinn

Prjónahópurinn lagði leið sína í Garðinn. Þar voru teknir upp prjónarnir og margt fallegt sem hver og ein töfrar fram. 

Ríkulegar veitingar

Í ferðum Kvenfélags Bústaðasóknar, prjónahópsins og eldri borgarastarfsins er ávallt stoppað einhversstaðar í kaffi. Það vantar nú yfirleitt ekki veitingarnar, enda mikilvægt að næra sig á slíkum ferðalögum. 

Við þökkum öllum innilega fyrir samfylgdina í vetur. 

Vorferðirnar marka lok vetrarstarfsins og óskum við ykkur öllum gleðilegs sumars. 

Verið hjartanlega velkomin í starfið næsta haust, en þá verða hóparnir allir á sínum stað og tíma.