Sr. Þorvaldur Víðisson
Hólmfríður Ólafsdóttir
Jónas Þórir
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Andrea Þóra Ásgeirsdóttir
Sr. Laufey Brá Jónsdóttir
Listaverk leikskólabarna frá leikskólum hverfisins prýða anddyri Bústaðakirkju þessa dagana. Sýningin var opnuð í dag, á Sumardaginn fyrsta. Þá fór fram í Bústaðakirkju stutt samvera áður en gengið var fylktu liði í skrúðgöngu niður í Vík. Skólahljómsveit Austurbæjar spilaði nokkur vel valin lög, Antonía Hevesí lék á píanó með Fanný Lísu Hevesí, sem söng tvö sumarleg lög. Hjalti Guðmundsson formaður nemendafélags Réttarholtsskóla flutti ávarp. Við þökkum fyrir samveruna í Bústaðakirkju í dag. Gleðilegt sumar.
Helgihald um dymbilviku og páska var ágætlega sótt í Fossvogsprestakalli. Við nutum einsöngs og samsöngs, kórsöngs og samveru. Á Páskadagsmorgni var síðan boðið til morgunverðar að loknum hátíðarguðsþjónustum í báðum kirkjum. Við þökkum öllum þátttöku í helgihaldi dymbilviku og páska. Megi upprisusól páskanna lýsa upp tilveru ykkar. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Dagskrá Fossvogsprestakalls, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í dymbilviku og á páskum er rík og litskrúðug. Hefðbundnir dagskrárliðir eru í báðum kirkjum alla helgidagana um hátíðarnar. Nýjung í helgihaldi er einnig á dagskrá um þessa páska. Guðsþjónusta undir berum himni fer fram við sólarupprás á páskadag um kl. 05:30. Stundin fer fram sunnan við Fossvogskirkju. Nánari upplýsingar um dagskrá prestakallsins má finna á auglýsingunni. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í dymbilviku og á páskum.