Ragnheiður Bjarnadóttir
Fermingar eru að hefjast í Fossvogsprestakalli. Fermingarathafnirnar eru hátíðarstundir í söfnuðum kirkjunnar. Í Fossvogsprestakalli er aðbúnaður svo ríkur að ekki hefur þurft að takmarka fjölda þeirra sem fylgja hverju fermingarbarni, kirkjurnar báðar eru það rúmgóðar. Allir eru því hjartanlega velkomnir til helgihaldsins. Við biðjum börnunum öllum blessunar á fermingardegi og til framtíðar. Biðjum fyrir þeim og fjölskyldum þeirra, að allt verði þeim til góðs og heilla.
Unga fólkið verður í fyrirrúmi í helgihaldi sunnudagsins í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Motown stemning og kór FÍH í Bústaðakirkju kl. 13, flæðimessa og uppskeruhátíð í Grensáskirkju kl. 11. Barnamessan verður á sínum stað í Bústaðakirkju kl. 11. Verið hjartanlega velkomin.
Útvarpsmessa dagsins í Ríkisútvarpinu á Rás eitt, sunnudaginn 23. mars nk. kl. 11:00 verður frá Grensáskirkju. Upptaka fór fram fimmtudaginn 20. mars. Það er bæn okkar í Grensáskirkju að útsending helgihaldsins megi verða öllum þeim sem hlusta, vettvangur andlegrar næringar, friðar og bænar. Við þökkum öllum innilega fyrir þátttökuna í upptökunni og biðjum öllum sem á hlýða blessunar og friðar.