sr. Þorvaldur Víðisson
Hólmfríður Ólafsdóttir
Sigríður Kristín Helgadóttir
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Bryndís Böðvarsdóttir
Fjölskyldumessa fór fram í Grensáskirkju sunnudaginn 10. nóvember sl. kl. 11:00. Stundin var jafnframt uppskeruhátíð barnastarfsins, þar sem börnin voru í fyrirrúmi og tóku virkan þátt. Við þökkum öllum hjartanlega við þátttökuna í fjölskyldumessunni og uppskeruhátíð barnastarfsins.
Hrönn Guðjónsdóttir heilsunuddari og nálastungufræðingur verður gestur á foreldramorgni í Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 10.00. Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari hefur umsjón með foreldramorgnunum í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin á foreldramorgun í Bústaðakirkju.
Sunnudaginn 3. nóvember sótti hress hópur nemenda úr 3-B, Verslunarskóla Íslands, ásamt kennara sínum, Ármanni Halldórssyni, messu í Grensáskirkju. Tilefnið var að kynna sér starf kirkjunnar í tengslum við námsefni um trúmál í heimspeki. Nemendurnir voru áhugasamir og var samtalið fróðlegt og skemmtilegt. Við þökkum Ármanni kennara og nemendunum hjartanlega fyrir komuna í Grensáskirkju.