Viðburðir
Viðburðir
  • umsjón

    Hólmfríður Ólafsdóttir

    Vinavoðir falla niður fimmtudaginn 11. des sjáumst síðar.

  • umsjón

    Ásta Haraldsdóttir
    Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir

    Guðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 11 - Kristinn Guðmundsson flytur hugvekju

  • umsjón

    Sr. Þorvaldur Víðisson
    Jónas Þórir

    Barnamessa í Bústaðakirkju á aðventu. Drengjakór Reykjavíkur og sellóstúlkur

  • umsjón

    Hólmfríður Ólafsdóttir

    Prjónakaffi með jóla ívafi.

  • umsjón

    Sr. Þorvaldur Víðisson
    Ásta Haraldsdóttir
    Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
    Sr. Laufey Brá Jónsdóttir

    Fyrirbænir og kyrrð í Grensáskirkju í hádeginu á þriðjudögum

Þjónusta
Fréttir
Fréttir
  • Date
    11
    2025 December

    Kvenfélag Bústaðasóknar útnefnir heiðursfélaga

    Árlegur jólafundur Kvenfélags Bústaðasóknar var haldinn mánudagskvöldið 8. desember 2025. Á fundinum voru heiðraðar tvær félagskonur fyrir störf sín fyrir félagið. Laufey Erla Kristjánsdóttir og Halldóra Guðmundsdóttir voru á fundinum gerðar heiðursfélagar Kvenfélags Bústaðasóknar. Selma Gísladóttir formaður Kvenfélags Bústaðasóknar afhenti þeim heiðursskjal af þessu tilefni. Laufeyju Erlu og Halldóru eru þökkuð þeirra dýrmætu störf og þjónusta fyrir Kvenfélagið og Bústaðasókn í gegnum áratugina og þeim óskað til hamingju með heiðursnafnbótina. 

     

  • Date
    01
    2025 December

    Aðventuhátíð Grensáskirkju fer fram annan sunnudag í aðventu, 7. desember nk. kl. 17

    Aðventuhátíð Grensáskirkju fer fram annan sunnudag í aðventu, 7. desember nk. kl. 17:00. Inga Sæland,ráðherra flytur hátíðarræðu. Strengjasveit Suzuki tónlistarskólans spilar, Kirkjukór Grensáskirkju syngur.Bjartmar Guðlaugsson og María Helena Haraldsdóttir syngja. Fermingarbörn lesa ritningarlestur. fArnar Ásmundsson flytur ávarp. Messuþjónar aðstoða við innganginn, að afhenda kerti. Verið hjartanlega velkomin á aðventuhátíð Grensáskirkju. 

  • Date
    01
    2025 December

    Yndisleg aðventuhátíð í Bústaðakirkju

    Aðventuhátíð Bústaðakirkju fór fram fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember sl. kl. 17. Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason tóku þátt í hátíðinni. Frú Halla flutti hátíðarræðu. Barnakór Fossvogs söng ásamt Kammerkór Bústaðakirkju, undir stjórn Jónasar Þóris organista. Húsfyllir var í kirkjunni og þökkum við öllum sem tóku þátt fyrir samveruna. 

Fastir liðir

Helgihald